Fégráðugar konur og veiklyndir menn

Veggfóðrari sem kaupir hring á 850.000 krónur? Þetta er geðveiki, svo ekki sé meira sagt. Verkamaður sem vinnur hörðum höndum við að safna sér fyrir fáránlega dýrum hring handa einhverri konu, sem drullar svo yfir hann af því hann reyndi að vera rómantískur og týndi honum. Ekki langar mig til að vera með konu sem getur ekki hugsað sér lífið án þess að fá einhvern skartgrip á puttann sem kostar á við ágætis notaðan bíl. Manneskja sem setur verðmiða á samband sitt er ekki merkilegur pappír í mínum augum.

En þetta er það sem tíðkast víða, t.d. í Bandaríkjunum. Þar vinna menn hörðum höndum við að kaupa alltof dýran hring handa unnustum sínum, sem nánast flippa út ef þær fá ekki demant á stærð við höfuðið á sér. Menn jafnvel taka rándýr yfirdráttarlán til að borga fyrir hringana, sem þeir strita við að borga af í mörg ár, og hvað gefa konurnar mönnunum í staðinn? Nú, sjálfar sig auðvitað. Líkt og vændiskonur gefa sig fyrir peninga, þá gefa þessar konur sig fyrir demanta.

Þið megið kalla mig nískann, en mér þykir betra að sína ást mína í verki og orðum, en að steypa mér í þvílíkar skuldir fyrir smávegis mola af samanþjöppuðum kolum.


mbl.is Trúlofunarhringur út í bláinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svekkjandi

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 09:09

2 identicon

Þessi þróun þarna vestanhafs er náttúrulega biluð. Samt er það ekki síður kallinn sem vill gefa svona stóra steina því með því sýnir hann hversu mikið karlmenni hann er. Ég veit um dæmi þar sem gaur seldi íbúðina sína og fór á leigumarkaðinn svo hann gæti keypt nógu stóran demant. Hún tjúllaðist auðvitað þegar hún vissi af því, en það eru ekki síður karlarnir sem hafa þessa "þörf".

linda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband