Hvað í ósköpunum er kynjuð fjárlagagerð?

Er ég svona vitlaus að skilja þetta ekki, eða er þetta bara enn eitt innantóma vel-hljómandi hugtakið sem stjórnmálamenn hafa tamið sér að nota, líkt og "skjaldborg um heimilin" eða "allt upp á borðið"?

Hvar og hvernig er þessari "kynjuðu" fjárlagagerð ætlað að koma fram? Í samgöngumálum kannski? Bæði konur og karlar hafa jafnan rétt til að keyra um á vegunum, sigla á skipum og fljúga um í flugvélum, þannig að ég sé ekkert sem þarf að breyta þar. En í menntamálum? Bæði konur og karlar, stúlkur og drengir hafa jafnan rétt til náms á hvaða skólastigi sem er þannig að ég sé ekkert sem þarf að breyta þar. En í heilbrigðismálum? Bæði konur og karlar hafa jafnt aðgengi að heilbrigðiskerfinu, fá sömu þjónustu þannig að ég sé ekkert sem þarf að breyta þar. Það sama gildir um öll önnur svið sem ríkisvaldinu er ætlað að ná til, við höfum öll sama lagalega réttinn og sama aðgengið að þjónustu hvort sem við erum konur eða karlar. Það eina sem mér dettur því í hug að þessi kynjaða fjárlagagerð eigi að tryggja er launa- og starfsjafnrétti.

Nú þegar eru í gangi lög sem eiga að tryggja það að aðilum af ólíku kyni sé ekki mismunað við starfsveitingar, þ.e.a.s. meginreglan er sú að hæfasti einstaklingurinn skuli fá starfið, en séu tveir umsækjendur jafn hæfir, þá skuli sá sem er af því kyni sem er í minnihluta á vinnustaðnum fá starfið. Þetta gæti ekki verið jafnara. Eins ná allir kjarasamningar yfir bæði kyn og því tryggt að aðilar fá sömu grunnlaun hvort sem þeir eru með typpi eða píku. Flestar ríkisstofnanir ef ekki allar, greiða laun eftir því í hvaða launaþrep viðkomandi starfsmaður fellur í kjarasamningi, miðað við menntun og reynslu. Þessu er vissulega öðruvísi farið á almennum markaði þar sem fyrirtæki keppa um hæfasta fólkið með því að bjóða þeim hærri laun og betri kjör en kjarasamningar bjóða uppá. Slíkt kerfi getur vissulega gert upp á milli fólks, því fólk fær hærri laun eftir því sem það sækist meira eftir þeim. Þegar fyrirtæki er að taka á móti umsækjendum eru þeir oft spurðir að því hvaða laun þeir vilji fá. Reynslan hefur sýnt að karlar eiga það til að verðleggja sig hærra en konur og því fá þeir oftar hærri laun fyrir sambærilega vinnu. Konur sætta sig einfaldlega við lægri laun almennt séð og þar tel ég að vandinn liggi. Þessu þarf að breyta. Einnig getur spilað inní að karlar eru í mörgum tilfellum áræðnari við að sækjast eftir ábyrgðarstörfum, líkt og stjórnarsetu, en konur. Launamisrétti verður ekki lagað með endalausum boðum og bönnum, heldur þarf hugarfarsbreytingu til. Slík hugarfarsbreyting getur náðst í gegnum uppeldi barna og menntakerfið. Þetta tekur allt saman tíma, það eru jú ekki meira en 50 ár síðan það þótti sjálfsagt af karlkyns starfsmönnum að káfa á kvenkyns samstarfsmönnum eða undirmönnum. Við þurfum bara að halda áfram á þeirri braut sem við erum á og árangurinn mun skila sér von bráðar. Við eigum ekki að detta í einhvern fasistahugsunarhátt með að setja endalaust ný lög á borð við þau sem voru sett um daginn, um stjórnarsetu í fyrirtækjum, en samkvæmt þeim er kynferði fólks orðið mikilvægara en hæfni þegar fólk er valið í stjórnir fyrirtækja. Sem sagt, það er mikilvægara að stjórnarmaður sé ekki með typpi, en að hann sé hæfastur. Og þessi kynjaða fjárlagagerð, hvað í andskotanum á hún að tryggja?

Er það bara ég eða er femínisminn óðum farinn að snúast i þá átt að sannfæra umheiminn um að karlmenn séu í raun annars flokks fólk, ekkert nema karlrembusvín, nauðgarar og ofbeldismenn? Kannski er ég bara eitt af þessum heimsku karlrembusvínum fyrir að hugsa svona, og því væri mér það sönn ánægja að einhver háæruverðug kona eða rétthugsandi karl útskýri þetta betur fyrir mínum heimska karlmannshaus.


mbl.is Spurt um kynjaða fjárlagagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gulli (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Vendetta

Kynjuð fjársýslugerð er aðferð öfgafemístanna á Alþingi til að koma í veg fyrir skilvirka stjórnsýslu.

Vendetta, 12.5.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Vendetta

Það átti nú að standa "öfgafemínistanna". Svona orð gera mér alltaf gramt í geði og heitt í hamsi og valda þess vegna innsláttarvillum.

Vendetta, 12.5.2010 kl. 16:36

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Kynjuð fjársýslugerð hljómar eins og hið versta bull. Látum konur hafa meiri pening en karla af því að drullusokkarnir hafa verið svo vondir við okkur í gegn um árin.

Hættum þessu helv.... bulli og förum að vinna eftir jafnréttissjónarmiði en ekki að skoða hvort að viðkomandi sé með typpi eða brjóst.

Aðalsteinn Baldursson, 12.5.2010 kl. 17:25

5 Smámynd: Muddur

Sælir og takk fyrir innlitin, ætli við verðum ekki allir dæmdir karlrembusvín fyrir svona skrif? Nú eða væluskjóður. Það er nefnilega soldið fyndið að femínistar leggja mikla áherslu á að bæla niður kynhlutverk og að kynin séu jafnsterk á alla kanta. Samt eiga þeir það til að vega að karlmennsku þeirra sem eru á móti þeim og jafnvel kalla þá vælukjóa og aumingja. Grípa til mismunar kynjanna þegar það hentar.

Muddur, 12.5.2010 kl. 18:00

6 Smámynd: Vendetta

Mér er alveg sama þótt ég verði kallaður karlrembusvín. Ég er alveg viss um að það sé aðeins lítill minnihluti kvenna sem sé hlynntur kynjaðri hagstjórn. Sérstakleglega ef ein versta og gagnslausasta femínistaherfan, Kristín Anna, sé með puttana oní þessu. Vandamálið með femíníska (kynjaða) hagstjórn er að öll lög og reglur verða útþynntar með svo mörgum fyrirvörum og heimskulegum ákvæðum, að ekki sé hægt að framkvæma neitt af viti.

Svo að með kynjaðri hagstjórn mun þessi ríkisstjórn niðurnjörva orðstír sinn sem sú ríkisstjórn sem kom engu í verk.

Vendetta, 12.5.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband