Öfgapakk enn og aftur

Já, mér finnst það mjög sniðugt hjá múslimum að reyna að koma í veg fyrir dreifingu á mynd sem segir kóraninn fasistabók, með þeim rökum að það sé í andstöðu við kóraninn. Mér sínist þessi hræðsla við gagnrýni vera í ætt við einhverskonar trúarfasisma, þ.e. með því að mótmæla myndinni eru þeir að sanna boðskap hennar fyrir heimsbyggðinni. Ef ég væri trúaður og einhver væri að breiða út boðskap sem stríddi gegn minni trú, þá myndi ég koma með rök á móti í stað þess að heimta að boðskapur hins verði bannaður. Mér sýnist múslimar bara ekki vera nógu staðfastir í sinni trú ef þeir hræðast svo geigvænlega einhverja "heimildarmynd" frá öfga-hægrisinnuðum Hollendingi. Hvað með hinn kristna heim og bækur eins og Da Vinci lykilinn o.fl.? Vissulega bárust mótmæli frá hinum og þessum predikurum, en það var enginn að brenna fána eða hóta fólki af sama þjóðerni og Dan Brown lífláti. Eins voru engar óeirðir úti á götum þar sem menn voru myrtir eða beittir ofbeldi.

Ég get ekki séð annað af þessum viðbrögðum en að Islam sé trú sem breiðir út ofbeldi og mannvonsku. Ef einhver múslimi getur snúið þessarri skoðun minni, án þess að beita ofbeldi eða brenna íslenska fánann, þá vil ég glaður spjalla við hann.


mbl.is Vilja ekki mynd um Kóraninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru örugglega margir sammála þér í því. Ég er það allavega!

Í þessum trúarbrögðum eru miklir öfgar. Þetta eru ógeðsleg "trúarbrögð", að geta réttlætt fjöldamorð og hryðjuverk með þessum trúarbrögðum sínum er skammarlegt!

Útúrsnúningar öfgamanna á kóraninum heldur mörgum löndum í heljargreipum. Þetta má aldrei koma hingað til Íslands. Ef þessi moska þeirra verður byggð þá yrði hún fljótt brennd til ösku!

Gísli (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:16

2 identicon

Það sem öfgamenn óttast mest er bara eitt, sannleikurinn.  Þess vegna berjast þeir gegn honum með öllum ráðum.

Öfgasinnaðir múslímar er að þessu leitinu ekkert ósvipaðir nazistum á sínum tíma.  Allt sem stóð í vegi fyrir þeim, skyldi útrýmt.

Íslam eru einu trúarbrögð heimsins, þar sem að það er dauðasynd að skipta um trúarbrögð, þ.e. hætta að trúa á Íslam og trúa á einhver önnur trúarbrögð.  

Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Sema Erla Serdar

Bíddu eru þið búnir að gleyma myndinni "Passion of the Christ" ...þá sauð nú heldur betur upp úr hjá sumum !!

Sema Erla Serdar, 12.3.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Muddur

Jú það er rétt Sema, að það bárust einhver mótmæli frá kirkjunnar mönnum og gyðingum við mynd Mel Gibson á sínum tíma, eins komu mótmæli frá hinum og þessum predikurum við Harry Potter. En ólíkt múslimunum þá voru ekki þúsundir kristinna eða gyðinga gangandi um götur, brennandi hús og bíla og myrðandi fólk í mótmælaskyni. Eins man ég ekki til þess að kristnir né gyðingar hafi hótað öllum Áströlum lífláti og limlestingum vegna þess eins að koma frá sama landi og Gibson. Það sem ég á við er, að múslimar bregðast alveg fáránlega harkalega við öllu sem er í einhverri andstöðu við það sem þeir trúa á. Þeir bera enga virðingu fyrir trú annarra né frelsi annarra til að hafa aðrar skoðanir en þeir.

Muddur, 12.3.2008 kl. 07:58

5 identicon

Það er ekkert verið að fyrirfram ráð fyrir neinu, múslimar eru búnir að sýna hvaða mann þeir geyma innst inni.

Moska skal aldrei fá að standa á Íslandi

Ingi (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband