11.3.2008 | 17:43
Gullkýrin mjólkuð
Alveg er það furðulegt hvað samfélag gyðinga getur ennþá mjólkað heimsbyggðina vegna helfararinnar. Vissulega var þetta viðurstyggilegt þjóðarmorð sem framið var á þessum þjóðfélagshópi og því ber aldrei að gleyma, ekki frekar en öðrum viðbjóðslegum glæpum gegn mannkyni sem framdir hafa verið gegnum tíðina. En oft finnst mér þessi fortíðarhyggja gyðinga ganga of langt.
Í fyrsta lagi láta gyðingar oft eins og þeir hafi verið þeir einu sem komu illa út úr seinni heimstyrjöldinni. Ekki má nú gleyma því að það voru fleiri minnihlutahópar sem einnig voru myrtir í unnvörpum á álíka hrottafenginn hátt og gyðingarnir. Til dæmis voru samkynhneigðir, geðfatlaðir og þroskaheftir myrtir. Þá frömdu Japanir viðurstyggilega glæpi gagnvart Kínverjum og myrtu milljónir þeirra, nauðguðu konum og börnum og pyntuðu fólk. Rússneskir, franskir, breskir og þýskir borgarar voru myrtir í unnvörpum í sprengjuregni eða af völdum siðlausra hermanna. Það komu ansi mörg lönd mjög illa út úr stríðinu. Í seinni tíð hafa svo enn fleiri fjöldamorð verið framin, t.d. á Afgönum, Kúrdum, Víetnömum, Palestínumönnum og svo nú nýlega Súdönum í Darfur. Engir af öllum þeim viðurstyggilegu stríðsglæpum sem framdir hafa verið gegnum tíðina hafa fengið brotabrot af þeirri athygli sem helför gyðinga fékk. Ekki eru þessir hópar að fá neinar skaðabætur fyrir fjárhagslegt sem líkamlegt tjón sem þeir hlutu í stríði.
Svo er nú hin "Guðs útvalda" gyðingaþjóð Ísraela, að sýna af sér engu betri háttsemi gagnvart Palestínumönnum en nasistarnir gerðu gagnvart þeim. Nú ætla ég ekki að leggja blessun mína yfir mörgum þeim árásum sem Palestínumenn hafa gert á ísraelsk börn og annað saklaust fólk, en ég hef samt samúð með þeim að vissu leyti. Frá seinni heimstyrjöldinni hafa þeir smám saman verið gerðir að aðskotahlut í sínu heimalandi (sjá þróun skiptingar lands milli Ísraela og Palestínumanna frá lokum heimstyrjaldar: http://blixx.files.wordpress.com/2007/02/landloss.jpg ). Í lok heimstyrjaldar kenndi heimsbyggðin svo í brjósti um gyðingana að þeim var afhent land í Palestínu til að byggja aftur upp ríki sitt (samkvæmt Biblíunni). Með tímanum rændu þeir meira og meira landi af þjóðinni sem bjó á svæðinu (svipað og Bandaríkjamenn gagnvart Indíánum á sínum tíma) og létu þá fá afmarkaða skika af lélegu landsvæði í staðinn. Auðvitað spratt upp ofbeldisfull andspyrnuhreyfing sem stundaði það að skiptast á hefndarárásum við hernámslið Ísraela. Á meðan Ísraelar hafa fjárstuðning frá Bandaríkjunum og víðar og geta keypt sér hátæknivædd vopn, þá neyðast Palestínumennirnir til að nota sjálfa sig sem sprengjubera. Á meðan gagnrýna hinir saklausu og"ofsóttu" gyðingar það hversu grimmir og vondir Palestínumennirnir séu að ráðast á sig. Þetta er svona svipað og að loka hund inni í litlu búri, svelta hann og pína í langan tíma og furða sig svo á því að hundurinn skuli bíta þegar honum gefst færi til.
Einhvernveginn get ég ímyndað mér að sumir sem þetta lesa útmáli mig sem gyðingahatara og þaðan af verra, enda er margt í þessum pistli mínum í andstöðu við pólitíska rétthugsun. Sú rétthugsun virðist oft gera ráð fyrir því að gyðingum sé frjálst að gera hvað sem þeim dettur í hug á kostnað annarra, af því að það var farið svo illa með þá í helförinni. Eins og staðan er í dag er þeim gyðingum óðum að fækka sem lifðu helförina og margir hverjir eiga einungis fjarskylda ættingja sem urðu fyrir barðinu á blóðþorsta nasista. Þannig að eldsneytið fyrir samúð heimsins, vegna löngu orðinna hluta, fer óðum að þrjóta. Gyðingar framtíðar þurfa því að finna sér aðrar leiðir til að mjólka styrki og skaðabætur út úr heimsbyggðinni.
Kannski mun sá dagur einhverntímann renna upp, er heimsbyggðin hættir að láta eins og gyðingar séu þeir einu sem hafi verið ofsóttir gegnum tíðina.
Fórnarlömbum helfarar greiddar bætur í Belgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg er ég innilega sammála þér. Og ég get sagt þér annað eftir 100 ár verða Gyðingarnir enn vælandi um þetta. Þetta er held ég það besta sem fyrir þá gat komið því að þarna fengu þeir landið sem þeir vildu og eru með stæðsta herveldi í heimi til að bakka sig upp í þjóðarmorðum og fleiru
óli (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:24
Ég er svo sannarlega sammála þér og við má bæta að það er með ólíkindum hvað þeir meiga brjóta alla þá sáttmála sem til eru sbr genfar sáttmálann sem bannar landnám á hernumdu landi og hinum ýmsu harðræðum sem palestínumenn eru beittir.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:27
Jæja, er nasista samkoma á þessari síðu? Lægra er ekki hægt að komast.
Seinfeld (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 16:50
Svo sammála þér, og svo feginn að sjá fleiri vitsmunaverur kynna sér þessi mál. Týpískt samt að reyni maður að ræða þessa umræðu fær maður alltaf nasistastimpilinn í ennið, alveg sama hversu mörgum mótmælum gegn nasistum maður tekur þátt í.
Þeir eiga aldrei eftir að hætta með helfarar-vælið, því samkvæmt þeirra túlkun á biblíunni, sem ég hef eftir gyðing ég spjallaði oft við í Danmörku, þá var helförinni og eftirfylgjandi endurreisn Ísrael spáð fyrir í gamla testamentinu, þannig loks gátu þeir sagt spádóma skruddunar vera að rætast.
Gaman að fylgjast með USA líka ekkert aðhafast gegn trúarlega orsökuðu ofsastækis-hryðjuverkum gyðinga, en gera allt vitlaust yfir múslimum með sama hegðunarmynstur
Auðunn Kristbjörnsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:54
Ég veit nú ekki hvort þessi "Seinfeld" er að tala í kaldhæðni eða alvöru. En það er satt hjá þér Auðunn, að í hvert einasta skipti sem einhver gerir athugasemd við framferði Ísraela í Palestínu, eða talar um að gyðingar velti sér endalaust upp úr helförinni, þá rísa einhverjir á afturlappirnar og hrópa að þetta sé ekkert annað en gyðingahatur. Ég skil ekki hvernig menn geta lesið eitthvert gyðingahatur útúr þessum pistli mínum hér að ofan. Ég er ekki að gera lítið úr helförinni, ég er bara að segja að það sé ekki endalaust hægt að kenna heimsbyggðinni í dag, um það sem gerðist fyrir 60 árum. Nasistar frömdu viðbjóðslega glæpi, ég dreg enga dulu yfir það né geri lítið úr voðaverkum þeirra. En hins vegar finnst mér sorglegt að horfa upp á það að heimsbyggðin virðist líta á sem helför gyðinga sé það eina og versta sem gert hefur verið í mannkynssögunni. Það hafa margir tugir milljóna manna verið myrtir gegnum tíðina, ef ekki hundruð, og í mörgum tilfellum hefur eins ómanneskjulegum og viðbjóðslegum aðferðum verið beitt við það að maður getur varla ímyndað sér slíka mannvonsku. Þeir sem lifa í dag eru ekki ábyrgir fyrir helförinni. Þeim var refsað á sínum tíma eða eru dauðir. Við getum ekkert gert til þess að bæta fyrir það fólk sem lét lífið í þessum hörmungum.
En líkt og með allar aðrar hamfarir eða hörmungar, þá verðum við einn daginn að hætta að líta um öxl og horfa fram á veginn. Það er ekki gott að drekkja sér endalaust í fortíðinni. Helförin er skráð í sögubækur og verður það áfram. En í staðinn fyrir að hugsa um þær hörmungar ættum við að beina sjónum okkar að þeim hörmungum sem eiga sér stað í dag, þ.e. stríðsglæpirnir í Darfur og Palestínu.
Ef einhverjum finnst þessi skoðun mín bera vott um gyðingahatur þá þarf sá hinn sami að láta kíkja á höfuðið á sér.
Muddur, 13.3.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.