Skrípaleikur olíufélaganna

Skrítið. Í hvert einasta skipti sem heimsmarkaðsverð hækkar, þá hækka olíufélögin sitt verð um leið. En hins vegar þegar heimsmarkaðsverðið lækkar, þá afsaka olíufélögin sig með því að þau eigi uppsafnaðar birgðir sem keyptar voru á hærra verði, og því lækka þau ekki næstum því strax. Eins þegar krónan hækkar gagnvart dollar, þá sjá olíufélögin ekki ástæðu til að lækka verðin, en hækka þau hins vegar um leið og krónan lækkar.

Já... við búum í æðislegu neytendaumhverfi, því er ekki að neita Errm


mbl.is Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimar Eydal

Heyr heyr....

Þessir andsk.... fara með neytendur eins og þeim sýnist og stjórnvöld og samkepnnisyfirvöld þegja þunnu hljóði.

Það er alltaf vont að treysta mönnum sem selja okkur eitthvað þar sem gróði er tryggður !!  Menn kunna greinilega ekki að fara með það traust !!

Ingimar Eydal, 7.3.2008 kl. 09:25

2 identicon

Upp með hjólin bara!  Nú eða nýta kannski bílinn betur.  Langalgengast á morgnana er að sjá endalausar bílaraðir, með EINUM bílstjóra í hverjum.  Vinnufélagar sem búa í leiðinni í vinnuna eða í sömu hverfum ættu að taka sig saman og fylla einn bíl á hverjum morgni.  Púff 3-4 bílar horfnir úr morgunumferðinni, með samsvarandi bensínsparnaði og minni mengun.

Hvað ætli sé svo langt í 200 kall fyrir lítrann...? 

Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Muddur

Ég hef áður ritað um efasemdir mínar um íslenskt car-pool kerfi. En í ljósi tíðra bensínhækkana þá fara nú sjálfsagt margir að hugsa sig um. En eins og fréttir síðustu daga, um gríðarlega neyslu- og skuldaaukningu landans, benda til, þá virðast Íslendingar ekki finna fyrir því kreppuástandi sem er að skella á. Góðærið hefur ríkt alltof lengi og fólk kann ekki að haga sér í samræmi við þá stöðu sem er að koma upp í þjóðfélaginu. Þannig séð má svosem búast við því að Íslendingar þrjóskist enn við og haldi áfram að kaupa sér rándýra bensínsvelgi, þrátt fyrir síhækkandi bensínverð. Það er ekki fyrr en kreppan er skollin á af alvöru þegar fólk fer loksins að hugsa, með þessu áframhaldi þarf heldur ekki að vera svo langt í það.

Muddur, 7.3.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband