Je ræt að þetta virki...

...Reykjavík er frekar sérstök höfuðborg. Hér er lélegt gatnaskipulag og enn lélegri almenningssamgöngur og af því að almenningssamgöngurnar eru lélegar (bæði langt að ganga að næstu strætóstoppistöð og eins er strætó mun lengur á leiðinni en einkabílar í flestum tilfellum), vill fólk ekki nota þær og því myndast ennþá meira álag á hið lélega gatnaskipulag. Hið lélega gatnaskipulag gerir það auk þess að verkum að fólk reynir að keyra sem stysta leið til sinnar vinnu, til að vera ekki allt of lengi á leiðinni, og því sé ég það almennt ekki virka að starfsmenn taki sig saman um að pikka hvern annan upp þvers og kruss útum allan bæ til að sameinast um bíla. Eins er vinnutími fólks misjafn, sumir hafa sveigjanlegan vinnutíma, og sumir vinna yfirvinnu en aðrir ekki og því getur verið mjög erfitt að samræma vinnutíma starfsmanna svo þeir geti sameinast um ferðir. Hér er líka skítakuldi mestan hluta ársins og hálka á götum og gangstéttum, svo ekki sé talað um brjálað rok, slyddu, regn, haglél og snjókomu með reglulegu millibili, þannig að ég öfunda ekki þær hugrökku/fífldjörfu sálir sem leggja það á sig að ferðast með reiðhjóli til vinnu. Síðast en ekki síst er einungis lítill hluti borgarbúa að vinna í raunhæfu göngufæri frá heimili sínu.

Semsagt, einkabíllinn hefur vinninginn enn sem komið er, og ég sé ekki fyrir mér svona bandarískt "carpool" kerfi nema í örfáum tilfellum.


mbl.is Starfsmenn ferðist ekki einir í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Já já vera jákvæður gefa þessu séns þó að fólk leggi á sig til að fara smárúnt til að ná í samstarfsfélaga.

Um að gera að gefa þessu séns áður en byrjað er að skjóta þetta niður

Steinþór Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Já því að ef allir hugsa eins og þú þá breytist aldrei neitt;)

Margrét Elín Arnarsdóttir, 13.2.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: ViceRoy

Reyndar væri þetta ekki svo vitlaus hugmynd fyrir hinn almenna borgara... Ekki endilega að fá alltaf far í vinnuna... heldur að 2-4 manns skiptist á að keyra í vinnuna, og þar af leiðandi minnka eldsneytiskaup hvers og eins um ákveðna prósentu (gæti numið um 25-60% minni eldsneytisnotkun ef skipst væri á, 2-4 saman) .  Og þó ekki væri nema 1.000 bíleigendur (sem allir fara vanalega einir á bíl) gerðu þetta, þá væri 500 bílum færra í umferðinni, og allt að 750 bílum færra. Ekki að það sé stór tala, en í raun þá væri þetta (ef margir gerðu þetta) hagkvæmara fyrir alla. Þar sem það minnkar eldsneytiskaup sem og væntanleg áhrif yfðu á umferð (ef nógu margir þ.e.) sem og mengun. 

En það er annað að þetta myndi gerast, en eins og maður segir... ef maður veit um 1-3 manns sem vinna með manni sem fara í og úr vinnu á sama tíma... af hverju í ands. ekki? humm, verst ég þekki engan sem fer úr vinnu á sama tíma og ég, því sjensinn ég taki strætó í klukkutíma til að komast 6 km leið :D

ViceRoy, 13.2.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Vendetta

Þetta er rétt hjá Muddi. Þetta er ídealísk kenning sem ekki virkar. Það mundi ekki henta mér né neinum af mínum starfsfélögum. Þeir einu sem gætu nýtt sér þannig fyrrkomulag eru þeir sem búa í sama hverfi og vinna nákvæmlega sama vinnutíma.

Þessi hugmynd er eins og kenningin um kommúnismann (alræði öreiganna) eða einhver kenning um útópíu. Hefur aldrei virkað í raun.

Vendetta, 13.2.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Muddur

Ég er alls ekki á móti því að fólk ferðist saman í bíl, þvert á móti væri ég mjög sáttur við að geta ferðast með einhverjum af mínum samstarfsfélögum til og frá vinnu, því það er bæði sparnaður og svo kynnist maður vinnufélögunum betur. Eins myndi þetta vissulega leiða til minni mengunar. En gallinn við þessa hugmynd er að hún virkar bara í tiltölulega fáum tilfellum. Á flestum vinnustöðum starfar fólk sem kemur allsstaðar af höfuðborgarsvæðinu og á mörgum vinnustöðum hefur fólk misjafnan vinnutíma og því erfitt að samræma. Eins þykir fólki líka þægilegt að vera á sér bíl til að geta verslað eða útréttað eftir vinnu, sem gengur náttúrulega ekki ef það eru margir farþegar með sem þarf að skutla hingað og þangað.

En þetta er falleg og útópísk hugmynd, því er ekki að neita, og ég vona að hún gangi upp hjá sem flestum, en ég er efins um það. Það er allt og sumt.

Muddur, 15.2.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband