Það er ALLT krabbameinsvaldandi

Bölvuð vitleysa er þetta, á nú að fara að banna eitt af því sem gerir lífið þess vert að lifa því? Í hundruð þúsund ára hefur mannkynið nærst á rauðu kjöti og má leiða að því líkur að ein helsta ástæða þess að menn fóru að þróast frá öpunum á sínum tíma, sé sú að þeir fóru að éta kjöt, sem gaf af sér mun meira prótein og nauðsynleg næringarefni til að stuðla að framþróun heilans en plöntufæði þess tíma.

Ýmsir hafa einnig bent á mjólkurvörur sem krabbameinsvaldandi, þannig að rétt væri að banna allt kjöt og allar dýraafurðir eins og það leggur sig. Eins geta efni í fötum verið krabbameinsvaldandi, þannig að best væri fyrir okkur að vera bara allsberar grænmetisætur og lifa í dauðhreinsuðum hylkjum. En svo er ekki víst að það sé nóg, því ef það væri vandlega rannsakað, er ég viss um að hver einasta fæðutegund og hver einasta vara sem framleidd er í heiminum, lífrænt ræktuð eða ekki, sé á einhvern hátt krabbameinsvaldandi. Einnig getur það að anda stuðlað að auknum líkum á krabbameini, en maður andar að sér alls kyns óhollum rykögnum í hverjum andardrætti. Eins getur vatn sjálfsagt óbeint virkað hvetjandi á krabbameinsfrumur með einhverjum hætti, en nú þurfa krabbafrumur á vatni að halda til að fjölga sér og lifa, þetta þarf að rannsaka!

Þannig að það eina sem við getum gert til að sleppa 100% við krabbamein er að hætta að borða, drekka og auðvitað anda. Sem sagt, ef við erum dauð þá fáum við ekki krabbamein. Er það ekki framtíðin?


mbl.is Bannfæra allt rautt kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband