Háhýsabyggð framtíðin

Mér líst bara nokkuð vel á þessa glænýju uppgötvun samlanda minna, að byggja upp í loft. Ekki það að háhýsabygging sé eitthvað nýmóðins á heimsvísu, þá hefur hingað til ekki þótt sniðugt að byggja nema kannski 14 hæðir, að undanskildu Skuggahverfinu. Það er sama í hvaða stórborg erlendis er farið, alls staðar er að finna háhýsi, en þau hafa þann augljósa kost að nýta betur hvern fermeter en lágreistari hús. Þannig er hægt að þjappa meiri byggð á minna svæði og með því er auðveldara að skipuleggja samgöngukerfi en í dreifðari byggð.

Í dag er Höfuðborgarsvæðið ekkert nema klasi af úthverfum sem tengd eru saman með ræfilslegum stofnbrautum sem aldrei voru hannaðar fyrir þá umferð sem fer um þær í dag, ég meina hverjum dettur í hug að setja gönguljós eða bara umferðarljós yfir höfuð, á eina aðal umferðaræð borgarinnar?

Með því að þétta byggð er verið að opna möguleika á betri almenningssamgöngum, en ein meginástæða þess að strætókerfið er ekki betra en það er í dag, er sú að höfuðborgin er svo dreifð og þar af leiðandi fáir farþegar á hverju svæði, að strætisvagnar þurfa að keyra einhverjar endalausar hringavitleysur um illa skipulögð úthverfi áður en þeir komast út á þá stofnbraut sem leiðir þá í næstu hringavitleysu.

Það er því tími til kominn að upp rísi einhverskonar miðborgarkjarni af háhýsum þarna í Smáranum, þeir sem vilja útsýni og sólskin alla daga geta flutt í úthverfin í staðinn.


mbl.is Á efstu hæð á hæsta húsi landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband