5.10.2007 | 08:57
Orkuveita á villigötum
Alveg er það út í hött að fyrirtæki í opinberri eigu, sem á að hafa það að markmiði að miðla orku til almennings á sem lægstu verði, sé í stað þess að okra á viðskiptavinum sínum svo þeir geti notað gróðapeninginn í einhver ævintýraverkefni erlendis, sem skapa eiga útvöldum auðkýfingum meiri pening. Þarna er Orkuveitan komin langt út fyrir sitt starfssvið, það má líkja þessu við að Landsspítalinn tæki upp á því að fara að fjárfesta í áhættusömum lyfjafyrirtækjum erlendis og notaði til þess almannafé sem fengist hefði með hærri komugjöldum. Hvað í andskotanum á þetta eiginlega að þýða???
Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.