Oft er góðu djóki illa tekið

Já sumir hafa sko húmorinn í lagi. Hver getur hugsað séð nokkuð spaugilegra en mann sem engist um af kvölum er ætandi þvottalögur rennur niður kverkar hans og tærir upp á honum vélindað? Ég tala nú ekki um þegar sár byrja að opnast á húðinni og viðkomandi jafnvel missir meðvitund af sársauka eftir að hafa öskrað eins og stunginn grís í nokkra stund.

Ætli viðbrögð mannsins hafi ekki komið unga barþjóninum í opna skjöldu. Vesalings manneskjan ætlaði bara að sprella örlítið til að lífga upp á vinnustaðinn og umhverfið, en fær svo bara neikvæð viðbrögð hjá einhverjum húmorslausum karli sem bara vælir yfir þessu. Ég er meira að segja viss um að það hefur ekki einu sinni staðið á þvottalagarbrúsanum að ekki mætti skenkja innihaldinu í vínglös á börum og gefa viðskiptavinum, og hver veit nema barþjónninn hafi bara ekki kunnað að lesa? Ha? Þetta eru mistök sem geta komið fyrir hvern sem er!

Nei nei, svona án gríns, þá sýnir svona frétt fram á að síðasta fíflið er ekki enn fætt.


mbl.is Dýrkeyptur brandari barþjónsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband