Að hafa pólitískt ranga skoðun

Þessi ágæta stúlka virðist svosem ekki vera neinn Einstein, en hún má þó hafa sína skoðun á þessu máli, en er rökkuð niður fyrir það, sérstaklega þar sem hún segir að "svona hafi hún verið alin upp". Sumir segja að hún sé þar með ekki með sjálfstæða skoðun. En hvað er þá sjálfstæð skoðun? Hvenær á lífsleiðinni myndar fólk sér skoðun sem tekur algjörlega ekkert viðmið af neinu í umhverfinu? Ég sem dæmi er á þeirri skoðun að allar manneskjur eigi rétt á sjálfsögðum mannréttindum. Þetta er ekki algerlega ný og áður óþekkt skoðun sem ég fann upp sjálfur, heldur eru sjálfsagt meirihluti mannkyns á þessari skoðun. Þessa skoðun mína hef ég fengið í mínu uppeldi og því samfélagi sem ég bý í. Er ég þar með ekki með sjálfstæðar skoðanir í þessum málum? Yrði ég semsagt að taka þá afstöðu að vera á móti mannréttindum til að teljast hafa sjálfstæða skoðun í því máli? Slík röksemdafærsla er náttúrulega bara bull.

Þessi bandaríska stúlka hefur verið alin upp í kristnu samfélagi, þar sem Biblían og hennar boðskapur er í hávegum hafður, og samkvæmt Biblíunni er hjónabandið skilgreint sem samband manns og konu. Þetta er það sem samfélagið sem stúlkan kemur úr trúir og þar af leiðandi hefur það haft áhrif á hennar skoðanir í hennar uppvexti. Þó fólk sé ósammála hennar skoðun þá er óþarfi að rakka hana niður fyrir það.

En svo ég taki nú afstöðu til þessa máls, þá er ég hlynntur því að samkynhneigðir fái að njóta allra lagalegra og félagslegra réttinda til jafns við gagnkynhneigða, til dæmis að þeir geti hafið hjúskap (þ.e. borgaralega giftingu hjá sýslumanni, eða vígslu hjá viðurkenndu trúfélagi). En aftur á móti þá eru mörg trúfélög á móti giftingum samkynhneigðra af því að þessi félög trúa því að vígt hjónaband eigi aðeins að vera milli manns og konu. Það er þeirra skoðun og mér finnst ekkert að því. Fólk hefur rétt til að velja sér trúfélag og ef tiltekið trúfélag höfðar ekki til sumra einstaklinga, þá fer það bara í eitthvert annað trúfélag þar sem skoðanir þeirra fá meiri hljómgrunn. Það þýðir ekkert að heimta að trúfélagið breyti sínum gildum til að höfða til þeirra betur. Ættu þá þeldökkir kannski að heimta að Jesú verði skilgreindur sem blökkumaður? Eða femínistar að heimta að Jesú hafi raunverulega verið kona?

Þetta er svipað með stjórnmálaflokka. Ef mér líst ekki á stefnumál og skoðanir tiltekins stjórnmálaflokks, þá kýs ég einhvern annan, nú eða skila auðu. Það telst ekki til þess sem við köllum sjálfsögð mannréttindi að allir stjórnmálaflokkar þurfi að breyta sínum stefnumálum til að henta mér betur, og það sama ætti að gilda um trúfélög.


mbl.is Fegurðardrottning veldur titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband