Hvað kemur það starfi hennar við?

Oki, fyrir það fyrsta þykir mér þessi dagskrárgerðarkona sýna afskaplega fáfræði og fordóma með því að setja einhvern glæpamannastimpil á alla asíubúa. Einnig er hún dónaleg og hrokafull við starfsmenn leigubílastöðvarinnar. En hvað kemur það starfi hennar hjá BBC við? Það kemur hvergi fram í fréttinni að konan hafi sýnt af sér fordóma eða vítaverða hegðun í starfi, heldur sýnir hún þessa hegðun í sínu persónulega lífi, þ.e. fyrir utan vinnu.

Það eru til ógrynnin öll af fólki sem hefur heimskulegar og vanhugsaðar skoðanir á ýmsum málum, á að reka það allt úr störfum sínum? Ætti til dæmis að reka kjötskurðarmann í Hagkaup fyrir að fara ekki í strætó sem Pólverji ekur? Eða reka leikskólakennara í Hafnarfirði sem finnst ekki sniðugt að hafa blökkumann í Hvíta húsinu?

Ég get vel tekið undir það að manneskja sem gegnir mikilvægu og mjög opinberu starfi, t.d. eins og stjórnmálamaður eða hátt settur embættismaður, sem sýnir af sér svona hegðun skuli vera rekinn eða látinn segja af sér, en ekki eitthvað venjulegt launafólk út í bæ, eins og einhver starfsmaður hjá sjónvarpsstöð. Þetta sýnir bara hversu mikil hræðsla er í þjóðfélaginu við allt sem túlka má sem kynþáttahatur. Meirihlutahópar lifa í stöðugri hræðslu við að hvert einasta orð sem það lætur útúr sér, við hvaða lítilfjörlegu aðstæður sem er, geti verið notað gegn þeim og jafnvel eyðilagt fyrir þeim starfsframa þeirra, jafnvel þótt það sem sagt var komi starfi þeirra ekkert við. Ekki þykir mér það bera vott um tjáningar- og skoðanafrelsi.


mbl.is Dýrkeypt hringing eftir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg sammála þér, en samt svolítið gott á hana fyrir að vera svona fordómafull.. fékk sælutilfinningu í magann.

DDD (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:19

2 identicon

ég er ekki sammála.

auðvitað hefur fólk réttinn til að vera rasistar ef það vill, en þá hefur bbc, sem er mjög stórt fjölmiðlabattery, líka rétt á að reka manneskju sem hefur verið afhjúpaður rasisti í öðrum fjölmiðlum.

segjum til dæmis að manneskja sem er forstjóri ríkisútvarpsinns sé eitthvað sem tels neikvætt, t.d. barnaníðingur eða náttúruverndarsinni, mundi þá ríkisútvarpið reka þá manneskju til að líta betur út? áberandi fyrirtæki, sérstaklega opinber, vilja auðvitað ekki sjást með starfsfólk sem er opinberlega úthrópaðir rasistar..

og já, p.s.: mér FINNST að það megi alveg reka leikskólakennara fyrir að vera rasisti. leikskólakennarar sjá um ung börn, og ég mundi ekki vera glaður ef ég ætti krakka sem kæmi heim úr leikskólanum og benti á næsta svertingja sem hann rekst á kallandi hann apa.

sömuleiðis megi reka leikskólakennara ef þeir séu ofsatrúaðir eða með einhverjar aðrar öfgakendar persónulegar skoðanir sem þeir gætu troðið í hausinn á áhrifagjörnum krökkum.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:27

3 identicon

ég verð bara að vera ósammála smára.  þetta eru persónulegar skoðanir einstaklingsisns og hafa ekkert með straf hans að gera.  ef bbc hefði geta sýnt fram á að kynþáttahatur einstaklingsins hefði einhvernvegin bitnað á starfinu þá ok en það virðis ekki hafa verið sýnt fram á það.

þetta er nánast eins og thoughtcrime.

skari (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Muddur

Ég er ekki að taka undir skoðanir þessarrar konu og ég get ekki beinlínis sagt að ég virði þær sem slíkar, en ég virði hennar rétt til að hafa þær. Það er til fullt af fólki eins og henni. Það eru til hátt sem lágt settir menn og konur sem bera lítilsvirðingu fyrir hinum og þessum þjóðfélagshópum, hvort sem lítilsvirðingin er gagnvart öðrum þjóðum, kynþáttum, ætterni fólks, kyni þess eða tilteknum starfsstéttum. Hvað á að gera í því? Væri ekki bara rétt að láta alla aðila á vinnumarkaði taka ítarleg persónuleikapróf þar sem reynt er að varpa ljósi á eitthvað sem hægt er að túlka sem einhverskonar fordóma? Þá er hægt að reka og útskúfa alla sem einhvern vott bera af fordómum, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki. Það er rétta leiðin að fordómalausu samfélagi er það ekki? Að vísu hugsa ég að ansi fáir yrðu eftir starfandi.

Sem sagt, ég er á því að ekki eigi að reka fólk nema það hafi brotið af sér í starfi, eða sýni af sér hegðun sem réttlætanlegt er að telja að haft geti mjög neikvæð áhrif á tiltekið fyrirtæki nema viðkomandi sé rekinn. Í þessu tilfelli get ég ekki séð að einhver ein dagskrárgerðarkona hjá risastóru fjölmiðlafyrirtæki geti skaðað orðstýr þess fyrir að hafa beðið um leigubíl með enskum bílstjóra fyrir barnið sitt, þrátt fyrir að hún hafi vissulega sýnt þarna vissa fordóma og fyrst og fremst fáfræði. Ég get ekki séð að arabaheimurinn gráti eða hafi skaðast verulega þó einhver kona í bretlandi treysti þeim ekki til að keyra um með barnið sitt.

Muddur, 15.11.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband