Endemis tvískinnungsháttur

Já það er ekki öll vitleysan eins. Margir repúblikanar höfðu áhyggjur af því að Sarah Palin væri ekki hentugt efni í varaforseta vegna þess að hún er ekki með typpi, en svo voru aftur á móti aðrir repúblikanar sem fögnuðu valinu og töldu Söru geta sýnt fram á að konur væru ekki bara teprulegar væluskjóður sem ættu bara að hugsa um börnin og eiginmanninn sinn, heldur gætu verið gallharðir stjórnmálamenn ekki síður en karlar. Sarah hefur sjálf notað sér kynferði sitt til að fiska inn atkvæði, m.a. hjá kvenkyns kjósendum, og reynir hún að sýna styrk sinn, m.a. með þeim orðum að eini munurinn á "hokkímömmunni" henni og Pit Bull (bálgrimm og nautsterk hundategund) sé varaliturinn.

Síðan snýr Barack Obama sneri útúr þessum ummælum Söruh í ræðu sinni og sagði að svín væri ennþá svín þrátt fyrir að settur væri á það varalitur. Eftir að hann lét þessi ummæli útúr sér urðu repúblikanarnir bálreiðir og sökuðu hann um fyrirlitningu gagnvart konum almennt með að snúa svona útúr orðum Söruh.

Þetta þykir mér út í hött. Fyrir það fyrsta þá get ég ekki skilið ummæli Obama sem einhverja kvenfyrirlitningu, frekar kannski sem smekklaust grín. Hann er þarna að snúa útúr þeim ummælum andstæðings síns að hún sé grimmur hundur með varalit og kallar hana í staðinn svín með varalit. Hann er ekki að kalla hana svín af því að hún er kona og notar varalit, heldur af því að hann er að gera grín að henni sem andstæðingi og hennar skoðunum, eina ástæðan fyrir að hann segir hana svín með varalit er af því að hún vísaði sjálf til varalits í sínum ummælum. Ég hef enga trú á því að hann hefði orðað sín ummæli öðruvísi ef andstæðingurinn hefði verið með typpi og skeggrót. Að vísu hefði varaliturinn þá líklegast ekki blandast inn í umræðuna.

Sem sagt, forsetaframbjóðandi segir að varaforsetaefni andstæðings síns sé svín frekar en grimmur hundur, og andstæðingarnir notfæra sér þá staðreynd að varaforsetaefnið sé kona til að reyna að varpa kvenhatarastimpli á Obama. Hvaða rugl er þetta, má þessi Sarah gjamma endalaust út í eitt en svo ef einhver segir eitthvað á móti henni þá er hann kvenhatari? Eru þetta þau skilaboð sem repúblikanar vilja senda út í samfélagið; að það megi ekkert segja við konur af því þær séu svo viðkvæmar og brothættar?


mbl.is Sakaður um kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

já þá hefði hann kannski sagt "þú getur rakað apa en hann er samt ennþá api" ;)

Marilyn, 10.9.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Muddur

Hehehe, einmitt! Eða þá að Obama gæti notað þennan frasa um John McCain: "Gömul sveskja er ennþá gömul sveskja þó hún sé klædd í jakkaföt"

Muddur, 10.9.2008 kl. 20:46

3 identicon

Obama var að tala um að stefna McCain væri sú sama og hjá Bush og Chaney og að það væru ekki breytingar heldur líkt og að setja varalit á svín.

McCain hefur hinsvegar notað þetta orðatiltæki nokkuð oft ... og í meira niðrandi tón (til Hillary).

Mér finnst soldið ótrúlegt að fólk éti upp þennan áróður Republicana, áróður sem er til þess gerður að dreifa athygli fólks frá raunverulegum málefnum korteri fyrir kosningar.

Ég mæli með þessu myndbandi til að skýra málið: 

http://onegoodmove.org/1gm/1gmarchive/2008/09/lipstick_hyster.html

SG (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband