30.11.2009 | 18:01
Pólitísk réttsýni vesturlanda enn og aftur.
Það er athyglisvert hversu ótrúlega fljótir menn eru til að hneykslast þegar einhversstaðar á vesturlöndum er verið að gera eitthvað á hlut múslima. Ráðamenn hér og þar keppast við að vera á undan hverjum öðrum til að fordæma og ausa út úr sér fögrum ræðum um fordómalaus útópíusamfélög og virðingu fyrir trúartilfinningum fólks. Þessir sömu ráðamenn tala ekkert um það að múslimar sjálfir eru með fórdómafyllra fólki sem fyrirfinnst og hvarvetna í löndum múslima er verið að ofsækja fólk sem er annarrar trúar með morðum, nauðgunum og hverskyns óþverraskap.
Málið með Íslam, er að Íslam er ekki bara trúarbrögð heldur alræðishyggja. Íslam gengur hreinlega út á það að innlima alla inn í Íslam, þ.e. að allir verði hluti af úmmunni eða samfélagi múslima. Þannig eru þeir sem aðhyllast Íslam fyrst og fremst múslimar á undan öllu öðru, þ.e.a.s. múslimi í Bretlandi er ekki Breti heldur múslimi. Allah er ofar öllu öðru. Ofar stjórnarskrá og landslögum, dómstólum, stjórnvöldum eða mannréttindum. Á meðan krossferðir kristinna manna eru löngu liðnar, þá er íslamsvæðing heimsins í fullum gangi. Það er bara misjafnt hversu alvarlega múslimar taka Íslam. Íslamsvæðingin er knúin áfram af svokölluðum íslamistum, sem eru harðlínu-múslimar, og hófsamari múslimar, sem ekki eru alræðissinnaðir, verða stöðugt fyrir meiri þrýstingi frá íslamistum um að taka upp þeirra stefnu. Ólíkt kristnum krossförum á miðöldum, þá notast íslamistar ekki við sverð heldur orð, og þeirra sterkasta vopn er pólitísk réttsýni vesturlanda. Eins og bersýnilega sást í múhameðsteikningamálinu, þá sýndi Evrópa ótrúlega eftirgjöf í þessu máli með því að fordæma tjáningarfrelsi manna, og láta óáreitta andfélagslega hegðun sinna eigin íslömsku þegna, sem brenndu þjóðfána landanna, frömdu skemmdarverk, beittu fólk ofbeldi og hrópuðu viðurstyggilegar hótanir og svívirðingar gagnvart stjórnvöldum og öðrum þjóðfélagsþegnum. Meira að segja sætti forsætisráðherra Danmerkur harðri gagnrýni ýmissa Evrópskra pólitíkusa fyrir að neita að biðjast afsökunar, fyrir hönd frjálst rekins fjölmiðils! Á meðan kristið fólk og gyðingar eru grýttir og brenndir lifandi og konum og börnum nauðgað fyrir trú sína í múslimaríkjum, þá eiga vesturlönd að skammast sín fyrir einhverjar skopmyndir sem birtust í lítið útbreiddu blaði í Danmörku! Á þennan fáránleika voru ótrúlega margir tilbúnir að fallast.
Eins og ég nefndi áðan þá eru til hófsamir múslimar sem ekki vilja þesssa alræðishyggju, heldur vilja fá að aðlagast sínum samfélögum eins og aðrir þegnar. Ég hugsa að meirihluti múslima séu hófsamir, en íslamistum fer stöðugt fjölgandi og þeir eru afar hávær og áhrifaríkur hópur, sem virðist höfða mikið til fólks sem ekki er að finna sig í lífinu, en mikill fjöldi annarrar eða þriðju kynslóðar múslimskra innflytjenda í Evrópu virðist eiga erfitt með að fóta sig í sínu umhverfi og finnst það ekki falla inn í samfélagið. Ástæðan fyrir brautargengi íslamisma á vesturlöndum getur verið sú að íslamismi boðar strangar reglur og skýr markmið sem getur veitt þessu fólki einhverskonar öryggistilfinningu og sterkari sjálfsmynd. Til dæmis hafa ýmsar skoðanakannanir meðal ungra múslima á vesturlöndum sýnt fram á að þeir eru mun móttækilegri fyrir sharía lögum heldur en eldri kynslóðir múslima. Líkt og gíslar undir áhrifum Stokkhólms-heilkennisins, geta bornir og barnfæddir Bretar eða Hollendingar því framkvæmt hluti sem engum hefði dottið í hug að þeir ættu til, á borð við hryðjuverk, því máttur íslamista til að heilaþvo fólk er svo geigvænlega sterkur. Þennan máttuga heilaþvott nýta íslamistar sér til að fjölga röddunum á vesturlöndum sem krefjast stöðugt meiri "umburðarlyndis" gagnvart múslimum, eins og að fá að byggja fleiri moskur, fá sérstaka íslamska frídaga og fleiri einkarekna íslamska skóla. Þá verða kröfurnar stöðugt frekari, eins og að múslimastúlkur fái að sleppa við íþróttaiðkun í skólum, að svínakjöt verði tekið af matseðli almenningsskóla, og stúlkur og konur fái að bera slæður og jafnvel búrkur í skólum eða starfi. Jafnvel hafa íslamistar á Bretlandi óskað eftir að fá að stofna sína eigin dómstóla, með eigin refsilögum, sem starfa muni við hlið þeirra bresku.
Stjórnvöld á Vesturlöndum eru með hausinn í sandinum líkt og strúturinn, því íslamisma vex ásmegin á meðan stöðugt er verið að gefa eftir þeirra kröfum í nafni trúfrelsis. Menn þurfa að taka hausinn upp úr sandinum, líkt og Svisslendingar virðast vera að reyna að gera, og horfast í augu við sannleikann. Íslam er ekki trúarbrögð heldur alræðishyggja og þeim múslimum sem aðhyllast alræðishyggjuna fjölgar ört, og það getur enginn sagt mér að íslamistar muni hætta útrás sinni meðan hún gengur svona vel. Líkt og í leikritinu Brennuvargarnir (sem einmitt er verið að sýna um þessar mundir), þá stöðvar það ekki íslamistana í fyrirætlunum sínum að sýna þeim góðvild og rétta þeim eldspýtur, því þá endum við uppi heimilislaus.
Það er enginn að tala um að við eigum að ofsækja múslima, heldur einfaldlega að sjá til þess að þeim verði ekki gert hærra undir höfði en nokkrum öðrum þjóðfélagshópum og allir tilburðir þeirra til innleiðingar sinnar alræðishyggju verði stöðvaðir strax í fæðingu. Ef það þýðir að við þurfum að segja nei við moskubyggingum þeirra, þá verður svo að vera. Ég sé ekki að það skaði þetta fólk verulega að það geti stundað sínar bænir heima hjá sér, eða í öllum þessum samkomuhúsum sem hægt er að fá að leigja hjá hinum og þessum aðilum. Ef múslimar vilja Sharía lög og alræðishyggju, þá er þeim frjálst að flytja til Íran eða Saudi Arabíu, við viljum ekki svoleiðis vitleysu og miðaldahugsunarhátt hér.
Svisslendingar sæta harðri gagnrýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er flott innleggsgrein hjá þér og með óvenjulegri innsýn og skilningi á íslam.
Vil þó benda þér á að svo lengi sem menn eru múslímar, hófsamir eða öfgafullir þá er hið endanlega markmið þeirra það sama, skv.: Kóran 008:039.
Það er hugsanlegt að þú hefðir áhuga á að sjá þessa grein:
EGYPSKA MÚSLÍMA BRÆÐRALAGIÐ.http://hrydjuverk.wordpress.com/egypska-muslima-br%c3%a6%c3%b0ralagi%c3%b0/
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:24
eru múslimar ekki fólk eins og við....eða er ég að missa af einvherju hérna. hvernig náið þið að tengja alla tengla þarna hjá ykkur og fá allt til að stemma í kollinum á ykkur með því að bulla svona.
það mætti halda að þið hélduð að trúin islam sé fyrirbæri, sé jafnvel á lífi og virki eins og einhver plága sem leggist yfir fólk og fái það til að gera einhverja af þessum fáránlegum hlutum sem þið eruð að hrauna um hérna að ofan.
for crying out loud....þetta eru trúarbrögð, hvort sem þau heita islam, kristni, gyðingsdómur eða búdda. það er fólk eins og ég og þið sem stjórnið og búið til þessi trúarbrögð. trúarbrögðin hafa ekki sinn eigin vilja, hvort sem hann á að vera góður eða slæmur.
el-Toro, 30.11.2009 kl. 21:16
El-Toro, (vona að þú afsakir það en ég skutli hér inn hluta af svari mínu til þín í kvöld annars staðar á blog.is, þar sem mér fannst það passa við hér, en Muddur gæti viljað svar þér líka.)
Mistök þín hér er að tala um íslam sem trúarbrögð. Það er ekki þannig ,,íslam“ er pólitísk hreyfing sem er alræðisstefna, sem stjórnar í smáatriðum lífi fólks út og inn. Þessum flokkum stjórna ,,imamar“ sem hafa aðsetur í moskunum. Stjórnarskrá þeirra er Kóraninn, og útfærð lög eru Shariah.
Slík stjórn skapar ekki grundvöll fyrir blómstrandi þjóðlíf í listum, vísindum, félagsmálum og bókmenntum. Við höfum séð tvær svona draumsýnir rísa og hníga á síðustu öld. Íslam á enga möguleika í samkeppni við lýðræðið.
Múslímar lögðu undir sig lönd sem voru með blómlega menningu og ástand á þeim tímum sem múslímar komust til valda. Þeir drápu um 280 milljónir manna á þeim tíma og fram á okkar daga. Á um það bil 300 ára tímabili sem er venjulega það tímabil sem tekur að íslamsvæða sigraðar þjóðir, þá hnignar öllu og ástandið verður eins og þú telur upp hjá þér.
Ef þú skilur ensku þá er nokkuð fróðlegt samtal hér á þessu myndbandi sem þú gætir haft áhuga á að sjá: http://www.youtube.com/watch?v=NU_e7NJTOIY&feature=player_embeddedMbk.
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 21:47
El-Toro er að misskilja mig nokkuð. Auðvitað er Íslam ekki eitthvað sjálfstætt fyrirbæri sem hefur eigið líf og "innlimar" fólk eitt og sér. Ekki frekar en aðrar alræðishyggjustefnur á borð við nasisma og kommúnisma. Kaþólska kirkjan var og er sumstaðar ákveðin alræðishyggja, en er á undanhaldi sem slík, ekki síst vegna þess sem þeir hafa þurft að gleypa ofan í sig ýmsa skandala og viðurkenna mistök gegnum tíðina. Slíkir misbrestir kaþólsku kirkjunnar hafa gert fólk fráhverft henni sem alræðishyggju og því heldur hún ekki eins miklu ægivaldi yfir kaþólikkum eins og Íslam gerir yfir múslimum. Flestir kaþólikkar í dag líta því á trúna sem einhverskonar lífsfyllingu frekar heldur en að líta á hana sem lífið sjálft. Með alræðishyggju er átt við að það sé stefna sem hafi það hlutverk að móta lífsmynstur fólks í ákveðið far sem öllum beri að fara eftir. Sem dæmi þá hefur Íslam mjög strangar reglur um meðferð matvæla, t.d. hvernig dýrum skuli slátrað, hvernig þau skuli matreidd og hvaða dýr megi yfir höfuð borða. Þá eru strangar reglur um alls kyns athafnir manna eins og samskipti kynjanna, virðingarstiga þjóðfélagsins og heimilisins o.fl. Allar þessar reglur eiga það sammerkt í hugum múslima að vera reglur Allah og eru því ófrávíkjanlegar. Svo er í mörgum múslimaríkjum séð til þess með hörku að fólk fylgi þessum reglum. Lög Allah eru æðri öllum öðrum lögum sem menn kunna að skapa og því byggist allt regluverk margra múslimaríkja á Kóraninum. Trúin er svo samofin stjórnmálum að þau eru bara ein heild: Íslam. Af þessari ástæðu eiga múslimar til dæmis afar erfitt með að skilja hugtakið tjáningarfrelsi, eða frelsi yfir höfuð, því það er ekkert æðra lögum Allah og því eiga allar myndir frelsis fyrst og fremst að taka mið af vilja hans. Ef einhver gagnrýnir Allah eða umboðsmenn hans; Múhameð, ímamana eða stjórnvöld, þá á hann að deyja eða hljóta aðra skelfilega refsingu. Þetta er eins sjálfsagt fyrir múslimum eins og það er sjálfsagt fyrir okkur að mega gagnrýna stjórnvöld. Íslamsvæðingin á sér auðvitað ekki stað af sjálfu sér eins og El-Toro bendir á, heldur er um að ræða hóp manna sem telur sig vera hina einu réttu múslima, því þeir eru að fylgja því sem Múhameð boðaði. Þeir eiga að sjá til þess að allir gangist Íslam á hönd og fylgi reglum Allah.
Muddur, 30.11.2009 kl. 22:30
enn og aftur Helga. það er árið 2009. hvernig voru krossfarirnar.....allir hafa sinn djöful að draga.
þú verður að fyrirgefa mér Helga. en mér finnst eins og ég sé að tala við vélmenni. þú tekur rök og útbýrð úr þeim einhverja samanmjöð úr gömlum syndum sem eiga ekkert skylt við málefnið sem um ræðir.
ég er fulllæs á mannkynssöguna og þarf ekki á einhverjum uppdrætti með þessum fáranlegu útlistum þínum til að skilja söguna.
en svo ég sé ekki bara á móti þér Helga mín. þá er það rétt hjá þér að islam var upphaflega stofnað í pólitískum/trúarlegum tilgangi með það í huga að bæta mannlífið á þessum stað. en eins og flestum er kunnugt þróaðist það fljótt upp í trúarbrögð sem tíðkast hafa síðustu tvö þúsund ár eða svo.
",,íslam“ er pólitísk hreyfing sem er alræðisstefna, sem stjórnar í smáatriðum lífi fólks út og inn" - islam er ekki pólitísk nema hugsanlega í Íran. ríki og trú er með sama móti og hér á íslandi. trúin er meiri þrýstihópur í löndum múslima heldur en á vesturlöndum.
ef þú Muddur hefur eitthvað við mig að athuga, þá endilega skjóttu á mig. ég veit reindar ekki hvort ég nenni að standa mikið lengur í þessum sandkassaleik. en hver veit....
el-Toro, 30.11.2009 kl. 22:42
sæll Muddur. ég sá ekki innleggið þitt er ég skrifaði hérna áðan.
saga 20. aldar í múslimaheiminum er barátta gamla tímans við þann nýja. islam er mun fastara og rótgrónna í samfélagi múslima, heldur en kristni í okkar samfélagi. ein helsta ástæðan fyrir því er velmegunin á vesturlöndum sem hefur gefið af sér það sem við köllum frelsi. þessi velmegun hefur aldrei átt sér stað í heimi múslima. hér á árum áður þegar nornir voru eltar uppi og brenndar og allir migu í brækurnar þegar páfin hótaði öllu illu ef menn lifðu ekki eins og góðir kristinir borgarar, er ekkert ósvipað og við erum að sjá í múslimalöndum. islam er enn þann dag í dag klettur í samfélaginu hjá þessu fólki, alveg eins og kaþóska trúin var fyrir 200 - 400 árum á vesturlöndum.
ríki og trú er eitthvað sem þú þyrftir að kynna þér ögn betur Muddur. sharia lög eru hvergi í notkun sem lög lands í heiminum. íran er auðvitað undantekning og hver veit hvað gerist í sómalíu í framtíðinni. sharia lög eru hinsvegar í notkun hjá ættbálkum flestra landa á afskeftum stöðum í löndum múslima. en ættbálkaveldið er táknmynd gamla tímans í heimum múslima. eitthvað sem yngri kynslóðir múslima hafa reint að brjótast út úr alla síðustu öld. en islam og ættbálkaveldin eru ennþá stór klettur í samfélaginu, þannig að slíkt tekur mjög langan tíma.
það er líka stór miskilningur hjá fólki á vesturlöndum að múslimar séu undirgefnir og viti ekki hvað frelsi er hvað þá tjáningarfrelsi sé. þeir viðurkenna hinsvegar að þeir hafa ekki tjáningarfrelsi. en frelsi telja þeir sig hafa. þeir hafa aðra sýn á frelsi heldur en við.
ég hef lesið viðtöl við íslendinga og aðra evrópubúa sem hafa farið til íran. mér fannst það virkilega merkilegt t.d. hversu margt ungt fólk kallar sig trúlaust. auðvitað skilur fólkið þarna að það getur ekki gengið inn á skrifstofu þjóðskrá eða eitthvað soleiðis og sagt sig úr trúnni og ætlast til að lifa eðlilegu lífi. fólki dettur ekki slíkt í hug. fólk almennt er allt annað en ánægt með stjórnvöld. en þegar vesturlanda leiðtogar koma með einhverja gagnrýni á íran, snúa írönsku fréttaveiturnar því upp í árás á íran sjálft. þá verður fólk pirrað og gefur leiðtogum sínum prik í kladdan fyrir að verjast vestrænum átroðningi og yfirgangi. þetta er nefnilega fólk eins og við, fólkið í löndum múslima. það hlustar á fréttir og les blöðin.
ég er sammála þér í mörgu í athugasemdinni þinni Muddur. ég eiddi samt mestu púðrinu í það sem ég var ekki sammála þér. þú hefur margt frambærilegt til málanna að leggja, en það er alveg skiljanlegt að þú haldir að ríki og trú sé hið sama í löndum múslima. þannig er bara umfjöllunin á vesturlöndum, ein af mörgum rangtúlkunum sem við fáum í gegnum þessa blessuðu fjölmiðla okkar á vesturlöndum sem eru notaðir til að fá okkur til að hugsa í ákveðnu fyrirfram gerðu móti.
el-Toro, 30.11.2009 kl. 23:27
saudi arabía er auðvitað með ríki og trú sameinuð eins og eineggja tvíburar. gleymdi því áðan ;)
el-Toro, 30.11.2009 kl. 23:28
Að lokum vil ég taka eftirfarandi fram.
,,Kóraninn er stjórnarskrá bæði Írans og Sádi Arabíu í dag."
Þakka ykkur svo fyrir fróðlegar greinar.
mbk
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 10:11
Þið gætuð haft áhuga á að sjá grein um ,,mínarettumálið“ hér eða á neðangreindri slóð sem var skrifuð í morgun.
MÍNARETTUR FORNT FRJÓSEMISTÁKN.
http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/12/01/minarettur-fornt-frjosemistakn/
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.