Bölvaður lygaáróður er þetta í manninum!!!

Að reyna þvinga þjóðhöfðingja annars lands til hlýðni með dulbúnum hótunum er afar vafasamur gjörningur hjá þessari mannfýlu, Alistair Darling, og sýnir bara í hnotskurn hversu hrokafullir og frekir þessir viðsemjendur okkar eru í raun. Þar fyrir utan er mannfýlan að byggja sínar hrakfararspár og hótanir í okkar garð á lygaáróðri um að við ætlum okkur ekki að borga neitt, með því að fella þetta frumvarp. Hann nefnir það ekki að Alþingi er nú ÞEGAR BÚIРað samþykkja ríkisábyrgð vegna IceSave með lögum nr. 96/2009, og þetta umrædda frumvarp felur einungis í sér breytingar á gildandi lögum. Breytingar til hins verra fyrir okkur, en betra fyrir Breta og Hollendinga. Um það snýst málið.

Þegar fyrirvararnir sem settir voru í lög nr. 96/2009 voru bornir undir viðsemjendur okkar, gerðu þeir auðvitað athugasemdir og vildu fá hinar og þessar breytingar, sem er vissulega eðlilegt að menn geri í samningaviðræðum. En það sem hins vegar er óeðlilegt af hálfu okkar ríkisstjórnar er að í stað þess að sína hörku í þeim viðræðum og halda fast í fyrirvarana, þá samþykkti ríkisstjórnin allar kröfur viðsemjendanna um það sem átti að fella út, og bjó til þetta arfavitlausa lagafrumvarp. Í stað lagalegra fyrirvara og þaks á greiðslutíma, býður nýja frumvarpið upp á máttlausa og hlægilega klausu um að ef hugsanlega kannski einhverntíman komi í ljós að hugsanlegt sé að kannski ættum við líklega ekki að borga þetta lagalega séð, þá getum við spurt Breta og Hollendinga og ESB hvort hugsanlega kannski sé hægt að semja upp á nýtt! Þá býður þetta frumvarp upp á útþynnta efnahagslega fyrirvara í stað hagkvæmari fyrirvara áður.

Þetta ruslfrumvarp átti að keyra í gegn, til þess að Bretar og Hollendingar færu ekki í fýlu og myndu hugsanlega tefja fyrir inngöngu okkar í ESB. Ekki nóg með það, þá felur þetta frumvarp í sér að sá litli möguleiki sem við höfðum til að greiða þetta samkvæmt upprunalegu fyrirvörunum verður að engu, og við lendum í gjaldþroti, nema auðvitað að við leitum á náðir ESB og fáum þar stuðning evrópska seðlabankans og einhverja aumingjastyrki, en til þess þyrftum við náttúrulega að ganga inn. Þannig að þetta útspil Samspillingar og rakkans þeirra VG er í raun dulbúið samþykki um inngöngu, því þegar þar að kemur, mun málinu verða stillt upp þannig að við, þjóðin, munum einfaldlega ekki hafa neitt val.


mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel og skörulega mælt hjá þér Muddur. Þú sýnir svo ekki verður um villst með rökum í þessarri grein að það eru enn til á Íslandi ungir menn sem hafa kjark og ekki síst heilbryggða réttlætiskennd sem sjá í gegn um þessa skrumskælingu sem Icesave er.

Rekkinn (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband