30.6.2009 | 16:26
Það sem vantar í umfjöllunina...
Það sem vantar í umfjöllun blaðamanns New York Times, er að gríðarmargar fjölskyldur munu sligast undan þessum "frábærlega snjöllu og huguðu" skattahækkunum sem ríkisstjórnin boðar. Vissulega er það rétt að þjóðin þarf að færa ýmsar fórnir út af þessu bölvaða rugli sem þessi aumingjans stjórnvöld (allir flokkar) og útrásararpakkið ollu hér, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ungt og menntað fólk mun flýja héðan í hrönnum, meðan eftir sitja láglaunafólk, öryrkjar og gamalmenni sem einfaldlega hafa ekki efni á að flytja út. Á sama tíma og á að skera gríðarlega niður í útgjöldum ríkisins, m.ö.o. reka fullt af fólki, þá á að auka skattbyrði á minnkandi ráðstöfunartekjur heimilana auk þess sem verðbólguaukandi aðgerðir stjórnvalda hækka verðtryggð lán uppúr öllu valdi, þannig að margt fólk lendir í skuldafangelsi til dauðadags. Í viðbót við þetta hörmulega ástand hér á að bæta 700+ milljarða skuldapakka ofan á okkur án þess að einu sinni reyna að fara dómstólaleiðina með það mál. Það er ljóst að hér verða gjaldeyrishöft um langa hríð, því það vill enginn eiga hér fjármagn né kaupa krónur vitandi það að við munum verða gjaldþrota eftir 7 ár (eða minna) þegar við þurfum að byrja að borga af þessum 700 milljörðum.
En auðvitað eru Samfó menn með svarið við öllum vanda þjóðarinnar: ESB!
Já, endilega semjum við sömu aðila og eru að beita AGS gegn okkur til að borga skuldir sem meira að segja eitt forysturíki ESB; Frakkar, hafa viðurkennt að við hugsanlega þurfum ekki að borga (þ.e. þeir sögðu að ríkisábyrgð gilti ekki þegar algjört bankahrun ætti sér stað). ESB er ekki góðgerðarstofnun, heldur standa þeir á bak við Breta og Hollendinga í að koma okkur á hausinn til þess að geta innlimað okkur í sambandið möglunarlaust af okkar hálfu (við munum ekki hafa neina samningsstöðu). Ekki má heldur gleyma því að ESB vill nota okkur líka til að fá Norðmenn í sambandið, því EFTA mun leysast upp ef við göngum í ESB. Þetta er því úthugsuð strategía valdabrjálæðinganna í Brussel og við ætlum að taka brosandi á móti þeim með uppglenntan afturendann, reiðubúin að vera tekin í ósmurt *********
Frábært!!!
Ættu að líta til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnað rökþrot andspænis veruleikanum þegar menn draga upp eina setningu slitna úr samhengi í skýrslu franska seðlabankans frá árinu 2000. Ég reikna með að þú sért að vísa í þessa sömu skýrslu frá 2000 sem Stefán Már og Lárus Blöndal vitnuðu til í blaðagreinum sínum og Viðskiptablaðið vitnaði síðan í. Líkt og prófessorarnir virtist blaðamaður Vb kjósa að slíta stöku setningar úr samhengi. Þér til upplýsingar er hér önnur setning úr sömu skýrslu sem skýrir hugsunina í heild, þ.e. þegar tryggingakerfunum lýkur þá takið hið opinbera við enda kemur víðast hvar fram í allri umfjöllun um innstæðutryggingar að þau annað hvort með explicit eða implicit bakábyrgð ríkja:
"It is accepted that deposit guarantee schemes are neither meant nor able to deal with systemic banking crises, which fall within the remit of other parts of the "safety net", e.g. supervisors, central bank, government."
http://www.banque-france.eu/gb/supervi/telechar/2000_deposit.pdf
Arnar (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 19:20
Þetta kemur fram seinna í skýrslunni.
"Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed."
Samkvæmt þessu er ekki gert ráð fyrir bankahruni og "því þurfi aðrar aðferðir að koma til", þetta orðalag er mjög óljóst, og ég sé það ekki útskýrt með neinum hætti, nema þá að minnst er á seðlabanka eða ríkissjóð án þess að útlistað sé hvort löggjöfin segji til um að svo skuli gert eða ekki. Mér finnst því afar hæpið að byggja ákvörðun um að samþykkja Versalasamninga Breta og Hollendinga á svona óljósum hlutum.
En ok, segjum sem svo að það sé á hreinu að við þurfum að borga þetta, þá stendur eftir sú staðreynd að við getum það ekki. Þessi Ice-Save skuld + vextir er afar óljós stærð sem bjartsýnustu menn halda fram að við borgum einungis 300 milljarða af sjálf. En það verður að reikna með hvað við þurfum að borga samkvæmt svartsýnum spám líka, vegna þess að ef maður gerir bara ráð fyrir hinu besta er afar líklegt að illa fari. Til dæmis er ekki líklegt að gengi krónunnar fari upp á við, frekar í hina áttina sem hækkar skuldina. Eins er mjög óljóst hvað fæst fyrir eignir Landsbankans, en einhverjir hafa miðað við eitthvert bjartsýnismat frá einhverjum breskum aðila sem spáir 95% eignum upp í skuldina. Ég leyfi mér að setja spurningamerki við hvort marktækt sé að horfa til spár einhvers aðila hvers stjórnvöld eiga ríka hagsmuni af að þessi umdeildi samningur sé undirritaður. Svo er líka afar lítið minnst á það hvernig við ætlum í ofanálag við IceSave að borga öll hin risalánin, eins og 300 milljarða lánið frá Norðurlöndunum, nú eða AGS lánin o.s.frv. Og eins virðist lítið reiknað með óhjákvæmilegum samdrætti í atvinnulífinu, fólksflótta, gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja o.fl.
Sem sagt. Það stendur til að undirrita eitthvert plagg um viðurkenningu á skuld, sem engin leið er að sjá fyrir um hversu há er og verður, né hvernig og hvort við getum borgað, og það á ekki einu sinni að reyna að standa í hárinu á þeim aðilum sem eru klárlega að kúga okkur í þessu máli.
Það á að sleikja upp Bretana og Hollendingana til þess eins að styggja ekki ESB, því ríkisstjórnin leggur allt í sölurnar til að komast þangað inn sama hversu illa þeir koma fram við okkur eins og sést hefur undanfarið. Það má líkja þessu við lamda konu sem leitar alltaf aftur til ofbeldismannsins í þeirri trú að viðkomandi elski sig og bjartari tíð sé framundan, samt endar hún alltaf aftur á slysó.
Muddur, 1.7.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.