Hvenær ætla menn að hætta að tala um afskriftir og niðurfærslu...

... og fara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, þ.e.  skuldaleiðréttingu!!! Það er enginn að biðja um ölmusu, heldur réttlæti. Ef ég fæ lánaðan pening á tilteknum kjörum og lánastofnunin réttir mér greiðsluáætlun sem sýnir þær forsendur sem ég er að taka lánið á, er þá ekki rétt að álykta sem svo að ef þær forsendur sem ég tók lánið út á bresta (eða með öðrum orðum hrynja, og það jafnvel fyrir tilstuðlan viðkomandi lánastofnunar), þannig að verulega halli á minn rétt, að þá beri lánveitandanum að leiðrétta það misræmi sem skapast milli þeirra forsendna sem ég samþykkti og þeirra sem ég samþykkti ekki. Af hverju á ég að taka alla ábyrgð af slíkum forsendubresti sem ég átti engan þátt í að stuðla að?

Mér er alveg andskotans sama hvernig menn fara að því að höndla það, en ég vil ekki borga eitthvað sem ég samdi ekki um að borga, sérstaklega ef ég á það á hættu að missa íbúðina mína út af því.


mbl.is Kallað eftir samræmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Think of the silly idiots that never borrowed any money.....They saved and bought a " Normal" car and lived in a "normal " house.........They are the ones that have to pay for all the Jeeps, mobile homes, and all the other toys that some Icelanders could not afford............

fair play (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:29

2 identicon

niðurfelling á kostnað skattborgara Íslands.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband