Öryggi landsins í höndum mannglöggra tollvarða

Þökk sé mannglöggum tollverði var þetta lið stöðvað, en af fréttinni má draga þá ályktun að hefði þessi tiltekni tollvörður ekki þekkt þennan mann, þá hefði hann ekki náðst og þá hugsanlega ekki heldur fólkið sem var með honum. Þetta er gott dæmi um galla á núverandi fyrirkomulagi Schengen samstarfsins, en þrátt fyrir að það samstarf hafi veitt okkur aðgang að meiri upplýsingum en áður, þá sleppa glæpamenn hingað í gegn alveg hiklaust þar sem þeir þurfa ekki að framvísa vegabréfi eða neinu við komuna hingað. Þeir bóka flug undir öðru nafni en sínu eigin og þá komast þeir til og frá landinu að vild. Það eru engir augnskannar eða fingrafaraskannar né andlits-þekkjandi myndavélar í Leifsstöð og því er eiginlega ekkert gagn að þeim upplýsingabönkum sem við höfum aðgang að. Þessar upplýsingar nýtast í raun ekki fyrr en viðkomandi er búinn að brjóta af sér hér á landi og búinn að nást, sem sagt það er verið að birgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í.

Hvers vegna er ekki hægt að fara fram á endurskoðun á þessu Schengen dóti, þ.e. að fá að skoða vegabréf, skrá fingraför eða eitthvað, og hafa samt aðgang að þessum gagnabönkum? Ég er viss um að það myndi vera öllum þjóðunum til hagsbóta að glæpamenn geti ekki flakkað á milli þeirra að vild.


mbl.is Gripinn við endurkomu til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Lykilorðin hér eru "af fréttinni má draga þá ályktun" - Ekki trúa öllu sem þú lest, sérstaklega ekki á mbl!

Arngrímur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband