27.3.2008 | 16:01
Mótmæli a la Frakkar
Ég veit svosem ekki hvort þessi mótmæli eigi eftir að virka sem skyldi. Pirrað fólk er að flýta sér heim úr vinnu og lendir í töfum út af þessum mótmælum, og tel ég líklegt að í stað þess að hvetja atvinnubílstjórana til dáða, þá muni margir verða reiðari út í þá, heldur en hið svimandi eldsneytisverð sem verið er að mótmæla. En engu að síður er ég fylgjandi þessu framtaki atvinnubílstjóra, því burtséð frá þeim umferðartöfum sem mótmælin valda, eru þeir eru að minnsta kosti að beina athygli almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna að mjög brýnu vandamáli. Sjálfur get ég vel sætt mig við að mér seinki heim úr vinnu um nokkrar mínútur og mun ég því ekki vera einn þeirra sem tuðar yfir háu eldsneytisverði, en öskrar svo og bölsótast út í þá sem nenna að eyða tíma sínum í að halda uppi mótmælum gegn gegndarlausu okrinu.
Eldsneyti er nauðsynjavara, og kaupir almenningur alveg jafn mikið af því hvort sem verðið er hátt eða ekki, þess vegna gilda ekki sömu lögmál um það og munaðarvörur, þ.e. að neyslan dragist saman þegar verð hækkar. Hækkun eldsneytisverðs leiðir til hærri verðbólgu, sem enn leiðir til mikilla vandræða fyrir skuldsett heimili. Meðan efnahagsástandið er eins og það er í dag, þá ber ríkinu að beita aðgerðum til að gæta stöðugleika, til dæmis með því að lækka tímabundið bensín- og olíugjald eða lækka tímabundið virðisaukaskatt á eldsneyti. Eins þarf virkt eftirlit með því að olíufélögin séu ekki að nýta sér flökt krónunnar til að hækka hjá sér álagninguna fram úr hófi, með því t.d. að ljúga til um innkaupsverð.
Vörubílstjórar stöðva umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já og nei. Hagfræðingar hafa sýnt fram á að þegar eldsneytisverð hækki, þá er dregið úr neyslu. Að einhverju leyti er það þegar að gerast í heiminum, á svæðum þar sem neysla hefur verið mikill. Þetta gildir líka hér á landi. Sumir eru í þá stöðu að geta dregið úr keyrslu. Sumir geta kannski ekið skynsamlegra, haldið bílnum betur við. Sumir geta skipt yfir í sparneytnari tegund.
Því miður hafa fjölmiðlar, stjhórnmálamenn og hagfræðingar ekki staðið sér í því í að vara fólki við hækkandi olíuverði sem var og er framundan. Ekki skritið að þetta komi aftaná mörgum. Á þessum forsendum einum, ættu mögulega strjórnmálamenn lækka álögur á eldsneyti sem eru í raun allt of lágar, en þá tímabundið, mögulega af og á samkvæmt sveiflunum yfir 12-18 mánuðum.
Samkvæmt eftirfarandi ættu sérskattar á eldsneyti eiginllega að vera um 200 ISK líterinn. Ætti það mundi ekkið þyða verð á amk 300 ISK líterinn til neytandans ?
http://www.ethanol.org/pdf/contentmgmt/The_Real_Price_of_Gas.pdf
Morten Lange, 27.3.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.