Sýnum samstöðu með frændum okkar

Ég legg til að hver og einn einasti fjölmiðill í þeim löndum er telja sig hafa tjáningar- og prentfrelsi taki sig til og birti skopmyndir af öllum helstu trúarleiðtogunum og níðist á þeim myndum trekk í trekk þar til búið er að koma þessum bölvuðu trúarofstækismönnum, hverrar trúar sem þeir kunna svosem að vera, í skilning um það að tjáningarfrelsi verði ekki barið niður vegna ótta við eitthvað sem stendur í aldagömlum bókarskruddum eða þess sem einhverjir misgáfulegir predikarar bulla útúr sér.

En varðandi þessi ungmenni í Danmörku, þá finnst mér athugunarvert að þetta eru að megninu til ungmenni sem alla tíð hafa búið í Danmörku og notið þeirra góðu lífskjara sem þar eru. Í stað þess að þakka sínum sæla fyrir að fá að búa í jafn friðsömu og umburðarlyndu landi (samanborið við múslimaríki eins og Saudi Arabíu, Íran, Súdan o.fl.), þá ræðst þetta fólk um götur, rænir, ruplar og kveikir í og hótar morðum vegna einhverra skopmynda sem þetta lið veit jafnvel ekki einu sinni af hverju það er að mótmæla. Það hrópar einhver að verið sé að ráðast á íslam og þar með alla múslima og þá grípur um sig múgæsing og í stað þess að senda kvörtunarbréf til fjölmiðla eða birta málefnalega gagnrýni, þá grípur fólk til glæpa og ofbeldis, sem auðvitað hvetur fjölmiðlana ennþá meir til að teikna myndir af þessum Múhameð.

Allavega skil ég vel þá afstöðu Dana að reyna að hefta stórfelldan innflutning fólks fólks sem þakkar fyrir gestrisnina með þessum hætti.


mbl.is Íkveikjur og óspektir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vissulega ber að sýna gagnkvæma virðingu í samskiptum, held að Danir ættu að vísa þeim sem sannanlega hafa verið þátttakendur, úr landi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.2.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Muddur

Vissulega er tjáningarfrelsi eitthvað sem þarf að fara varlega með, því frelsi eins til að tjá sig getur brotið gegn frelsi annars. Það ber auðvitað að vega og meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort frelsið er mikilvægara. Með þessu má svosem segja að þessar skopmyndir höfðu engan praktískan tilgang, þ.e. ekki eitthvað sem skipti danska þegna miklu máli að fá að sjá og því ekki mikilvægt fyrir Dani, né aðra að fá að sjá þessar myndir, á meðan þær móðguðu stóran hluta heimsbyggðarinnar. Þó þessi stóri hluti heimsbyggðarinnar sem móðgaðist trúi á gamlar og úreltar hugmyndir að okkar mati, verður samt að taka tillit til þeirra. Blaðamennirnir vissu að þessar myndir myndu vekja hörð viðbrögð múslima en ákváðu samt að birta þær.

Hins vegar það sem múslimarnir gerðu rangt var, að í stað þess að gagnrýna dönsku blöðin með málefnalegum hætti og harma myndbirtingarnar og mótmæla þannig á friðsaman hátt, þá brugðust þeir við með ofbeldi og morðhótunum, sem og að niðurlægja vestræna menningu og vestræn gildi, sem mér finnst mun verra en þessar móðgandi skopmyndir. Þetta eru á engan hátt verjandi viðbrögð og sýnir bara fram á að þessir aðilar virða ekki frelsi annarra, og hvers vegna eigum við þá að virða þeirra aldagömlu trúarskoðanir? Það er stóra spurningin í þessu.

Það er því fyrst og fremst vegna harðra viðbragða múslimanna sem ég er á þeirri skoðun að allir fjölmiðlar eigi að birta þessar myndir.

Muddur, 15.2.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband