21.9.2007 | 12:52
Framtíð vetnis...
...tel ég ekki vera mikla sem orkugjafa, eða orkubera réttara sagt, þar sem vetni er einungis ákveðið millistig til að koma raforku úr raforkuverum í mótora bíla eða annarra farartækja. Ástæðan fyrir því er einföld. Kostnaður við framleiðslu þess er of mikill, þar sem raforka er mjög dýr víðast hvar í heiminum þó svo að við fáum hana á skikkanlegu verði. Auk þess er Ísland eitt af litlum hópi þjóða sem hafa að bera umhverfisvænar orkuuppsprettur og því er víðast hvar sem enginn ávinningur næðist af því, umhverfislega séð, að framleiða vetni með jarðefnaknúnum raforkuverum.
Vandinn við vetni sem orkubera er sá að það er svo lítill hluti raforkunnar, í framleiðsluferli vetnis, sem skilar sér í mótor bílsins. Afföllin af raforku eru gríðarleg og í samfélögum þar sem rafmagn er dýrt og unnið á óumhverfisvænan hátt verða hagkvæmnis- og umhverfissjónarmiðin að engu. Þannig að í stað þess að leggja áherslu á vetnið, hvernig væri að leggja meiri áherslu á að framleiða betri rafgeyma í bíla, til þess að hægt sé að dæla rafmagninu beint á bílinn og sleppa þannig vetninu? Sem stendur eru rafgeymar ekki nógu öflugir til að rafbílar geti orðið að veruleika, en vonandi er að í framtíðinni náist það, en til þess þarf mikið fjármagn í rannsóknir.
Ýtarleg umfjöllun um íslenskar vetnistilraunir á CNN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er bara ekki allveg rétt hjá þér.
það er ekki mikkil kostnaður við framleiðsu því að nýtnin er mjög góð 78 %
með því að gera þetta á einfaldan hátt. og mig minir að það fari upp í 98% með því
að nota svokalaða PEM filmu.
síðan nýta bílar um 55% af vetninu og vetnið sjálft er ekki notað á bílin heldur
rafmagn. minir að bensín bíl sé með um 30 nýtni.
en samt er vetni ekki að virka því að aðalkosnaðurin fer við að geima það og þar
er vandamálið.
þess vegna hef ég enga trú á vetni samt sniðugt hobby:)
Þórarinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:53
"Sem stendur eru rafgeymar ekki nógu öflugir til að rafbílar geti orðið að veruleika,"
Ojæja. Það eru rafbílar á markaðanum. Reyndar aðeins einn á Íslandi í dag (www.perlukafarinn.is/reva). Það er ekki eins og þetta sé einhver framtíðartækni!
Rafmagnsmótor nýtir um það bil 90% af orkunni sem kemur inn í hann, ólíkt öllum hinum bílunum sem sóa allt að 80% af orkunni.
Rafhlöður í rafmagnsbíla eru í stöðugri þróun og líklegast ekki nema um það bil ár í það að líþíum rafhlöður fari að verða í boði af einhverju viti (eru óneitanlega á markaðnum í dag en ansi dýrar).
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 09:15
Bragi: Ég orðaði þetta kannski ekki nógu skýrt, en það sem ég á við er að rafgeymar eru ekki nógu góðir í dag til að keppa við bensínbílana, þá sérstaklega af því að þeir eru stórir og fyrirferðamiklir, dýrir í framleiðslu og geyma ekki næga orku. Þannig að eins og staðan er í dag eru rafmagnsbílar ósamkeppnishæfur kostur, eru bæði litlir og kraftlitlir auk þess sem þeir komast ekki langt á hverri hleðslu, en eins og þú réttilega nefnir eru rafgeymar í stöðugri þróun og vonandi næst það í náinni framtíð að gera rafmagnsbílana samkeppnishæfa við bensínbílana.
Muddur, 2.10.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.