8.10.2008 | 12:39
Mótmæli hvað?
Ég kíkti á þessa samkomu til þess að hlusta á Bubba syngja nokkur lög. Ég var ekki að mæta þarna til að mótmæla einu né neinu. Þetta er villandi frétt, því þarna er gert ráð fyrir því að allur sá mannfjöldi sem saman er kominn þarna sé að mótmæla. Þann stutta tíma sem ég var þarna voru engin hróp né köll, né mótmælaspjöld á lofti, heldur einungis fólk sem komið var á Austurvöll til að hlusta á nokkra slagara í hádegishlénu sínu.
Endalausar svartsýnisfréttir eru þetta alltaf!
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur Muddur. Bubbi sagði í útvarpinu í morgun, að þangað ætti fólk að koma, snúa bökum saman og sýna "að við séum ein fjölskylda" eins og hann orðaði það sjálfur.
Held að þetta hafi ekki verið nein mótmælasamkoma!!
Hjörtur Örn Arnarson, 8.10.2008 kl. 12:54
Ef fólk hefur snúid bökum saman, thá hefur adeins helmingur fólksins tónleikana.
Jóhann (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.