25.9.2008 | 21:05
Ekki fyrsta skáldsagan sem geðsjúklingar misnota
Það eru nú ekki nýjar fréttir að geðsjúklingur hafi lesið einhvern boðskap úr skáldsögu og framið hrottafengna glæpi í kjölfarið. Við verðum vitni að þessu á hverjum einasta degi og mannkynið hefur upplifað þetta frá því í örófi alda. Tugir ef ekki hundruð milljóna manna hafa nú látið lífið gegnum tíðina vegna geðsjúklinga sem misnotuðu einhverjar útbreiddustu skáldsögur í heimi, Biblíuna og Kóraninn, til að finna ofbeldisverkum sínum skjól. Þannig að ég skil ekki hvers vegna það sé frétt að einn geðsjúklingur hafi stungið mann eftir að hafa lesið skáldsögu (eða horft á bíómynd), þegar í dag eru jafnvel við lýði þjóðhöfðingjar sem fara í stríð við aðrar þjóðir og heilu þjóðfélagshóparnir eru kúgaðir eða þjáðir vegna trúar manna á slíkar sögur.
Góðar skáldsögur eru góð afþreying, sem fólk á að lesa sér til skemmtunar, nú eða lífsfyllingar, en enginn á þó rétt á að afsaka misgjörðir sínar og sjúklegt hugarfar með vísan í það sem fram kemur í þeim.
Hnífamaður undir áhrifum Da Vinci lykilsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.