9.5.2008 | 09:35
Fritzl ekki ósakhæfur
Josef Fritzl hefur í hvívetna reynt að afsaka gerðir sínar og reyna að koma sér undan ábyrgð með hinum og þessum hætti. Meðal hans "málsvarna" eru uppvöxtur hans í ströngu nasistaumhverfi og viðleitni hans til að vernda dóttur sína fyrir skaðlegu umhverfi. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja hann ósakhæfann sökum geðveiki.
En ég er á öðru máli. Eftir því sem ég best veit er ákveðinn alþjóðlegur samhljómur um að maður teljist aðeins ósakhæfur ef hann gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og sér ekkert athugavert við þær. Það er ljóst að þetta á ekki við um Fritzl. Jú, það má svosem rökstyðja það að það hafi verið ákveðin geðveiki fólgin í að læsa dóttur sína í kjallara. En að mínu mati var frekar um einhvert örvæntingarfullt stundarbrjálæði, í manni sem fannst hann vera að missa stjórnina, að ræða. Eftir að hafa læst dóttur sína inni, rann upp fyrir honum að hann hafði gert eitthvað rangt og þess vegna tók hann til við að hylma yfir verknaðinn með því að afvegaleiða fólk og ljúga því að dóttir hans hafi strokið að heiman. Hann hefur sjálfur viðurkennt að gera sér grein fyrir því að hann var að gera rangt, en hann var hræddur um að upp um hann kæmist, og þess vegna hélt hann þessum sjúka leik sínum áfram. Hann var búinn að misnota dóttur sína lengi og þarna var komin kjörin aðstaða fyrir hann til að halda því áfram óáreittur. Hann beitti dóttur sína (og síðar stálpuðum börnum sínum) kúgunum og hótunum til að hún tæki ekki upp á því að reyna að flýja prísundina.
Þannig að það er ljóst af öllum hans aðgerðum að hann gerði sér fullkomlega grein fyrir því að hann væri að gera rangt og hann reyndi að hylma yfir glæpinn. Þótt háttalag hans beri vott um siðleysi og viðbjóðslega mannvonsku, þá er hann samt ekki ósakhæfur og því á að fleygja honum í fangelsi til æviloka. Ég efast reyndar um að hann lifi af viku í fangelsi.
Fritzl: Vissi að þetta var rangt af mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef menn vita að þeir eru að gera rangt þá eru þeir sakhæfir
DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:38
Mér finnst líka alveg ótrúlega fáránlegt thegar hann sagdist vera ad vernda hana fyrir umheiminum, og ad hún hafi verid stjórnlaus og ekki hlytt neinum reglum sem hann setti... Er lausnin á tví ad naudga henni ítrekad? allt sem hann segir kemur honum í verri stödu eins og tetta sem ég nefndi og thad ad hann hafi vitad ad thetta væri rangt.. Flott hjá honum! Hann er ad rústa afsökunum sínum sem er gott mál.
Margrét (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.