Laminn hundur bítur frá sér

Já, aumingja vesalings greyjin í Ísrael sem hafa ekkert gert af sér á meðan vondu vondu palestínumennirnir skjóta á þá eldflaugum. Auðvitað vorkenna þeir sér, enda hefur engin þjóð orðið fyrir eins miklum áföllum og þeir, allavega að þeirra mati. Ekki skrítið að þeir fagni ekki 60 ára afmæli ríkis sem stofnað var á stolnu landi vegna vorkunnar heimsbyggðarinnar í garð gyðinga og vegna þess sem skrifað var af valdagráðugum geðsjúklíngum í gamalli skáldsögu að nafni Biblían.

Frá því að Ísraelsríki fékk sjálfstæði hefur það með ofbeldi og kúgunum stolið fleiri landsvæðum af Palestínumönnum, sundurskorið þeirra ríki og gert hvaðeina sem þeim dettur í hug til að skapa sundrung og vesæld í Palestínu. Á meðan fitnar Ísraelsríki eins og púkinn á fjósbitanum með fjáraustri og vopnasendingum frá Bandaríkjunum. Í hvert sinn sem einhver opnar munninn og gagnrýnir meðferð Ísraelsmanna á Palestínumönnum fá þeir tár í augun og segja kjökrandi frá því hvernig skyldmenni þeirra og forfeður voru myrt á hrottafenginn hátt í helförinni. Þeir virðast halda að þeir megi haga sér eins og þeir vilja vegna þess hversu illa var farið með gyðinga í helförinni. Á stundum er hegðun þessarra manna þó engu skárri en nasistanna.

En hvað árásir Palestínumanna varðar, þá er ég auðvitað ekki hlynntur sumum þeirra aðferða sem þeir beita, en ég skil þá að vissu leyti. Þar sem þeir hafa ekki sömu hátæknivopn eða fjármuni og Ísraelar beita þeir sjálfsmorðsárásum og þvíumlíkt. En mér þykir alltaf furðulegt hversu hissa Ísraelsmenn eru á þessum árásum og hefndaraðgerðum Palestínumannanna. Þetta er svipað og þegar maður geymir hund í sífellt minna búri í 60 ár og lemdi hann og pyntaði með reglulegu millibili og væri svo hissa þegar hundurinn biti frá sér.


mbl.is Ekki háttur gyðinga að fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Muddurinn minn.

Þú gleymir því að þegar aumingja ísraelsku Zíonistarnir voru að aka um Gaza svæðið í rólegheitunum í friðri og spekt að leita að uppreisnarmönnum, uppreisnarkonum og uppreisnarbörnum, á nýju fallegu skriðdrekunum sem þeir fengu gefins frá Bandaríkjamönnum, þá ráðast Palestínumenn að þeim með ofbeldi, 10 til 20 ára unglingaskríll sem kastar grjóti í nýju skriðdrekana þeirra.  Auðvitað þurftu Ísreaelar að verja hendur sínar og skriðdrekana sína og skjóta þessa ofbeldismenn í sjálfsvörn.

Ef ekki dugði að nota skriðdrekana með litlu skaðlausu fallbyssurnar og vélbyssurnar sínar, þá var alltaf hægt að fá flugflotann sem samanstendur af árásarþyrlum, sem eru gjöf frá Bandaríkjamönnum, með sprengjufylltum eldflaugum annarsvegar og herþotum. sem eru einnig gjöf frá Bandaríkjamönnum hinsvegar, einnig með sprengufylltum eldflaugum, bara aðeins stærri og nákvæmari til að verja skriðdrekana fyrir grjótkastinu.

Muddurinn minn, mundu að rétt skal vera rétt.

Kveðja,

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 8.5.2008 kl. 09:14

2 identicon

Hnefar eru ekki góð samningatól. Ísraelsmenn vilja semja um frið en mæta eingöngu "hnefum" frá Palestínumönnum. Það er mitt álit að Palestínumenn eru að mestu leiti búnir að grafa sér sína gröf sjálfir.

kristinn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kristinn ertu ekki alveg með? Það er villandi að tala um "Ísraelsmenn" Það er stór munur á blóðsjúkum Zíonistum og almennum borgara í Ísrael.Rétt eins og það er stór munur á blóðsjúkum Hamasliðum og almennum borgara í Palestínu. Það er hinsvegar ENGINN munur á Zíonistum og Hamas. Og að segja að Palestínumenn séu búnir að grafa sér gröf. Er það þér að kenna hvernig komið er fyrir fátæku fólki á Íslandi? Viltu láta refsa börnunum þínum fyrir það?? Öll þessi umræða um Ísrael/Palestínu er menguð af viðurstyggð stjórnmála og ofstækishyggju. Kynslóð eftir kynslóð fær ekki eð sjá fram úr blóði forfeðra sinna. Það á við um báðar hliðar og þar situr djöfullinn á steini og hlær,enda mannskepnan miklu "snjallari" en hann.Shalom/ Al salaam alaykum/Friður.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Muddur

Já, þakka þér Björn fyrir að minna mig á það, þetta er alveg rétt hjá þér.

Kristinn: það er spurning um hversu viljugir menn eru til að semja við þjóð, sem var plantað inn í mitt þeirra ríki, hefur rænt landsvæðum af þeim gegnum tíðina með ofbeldi og kúgunum og myrt saklausa borgara í unnvörpum. Palestínumenn hafa alist upp í hatri á Ísraelum og Ísraelar hafa alist upp í hatri á Palestínumönnum, báðir aðilar vilja hvorn annan dauðan og útmáðan af landakortinu. Ég hef enga trú á að friður muni nokkurntímann ríkja þarna.

Muddur, 8.5.2008 kl. 10:21

5 identicon

Lengi lifi Ísrael!

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband