19.9.2007 | 13:07
Jæja, þá er búið að stíga fyrsta skrefið
Í nafni frjálsræðis og lýðræðis ákváðu Tyrknesk stjórnvöld að afnema 27 ára bann við slæðuburði í Tyrkneskum háskólum, en þeim þykir rangt að banna fólki að stunda nám vegna klæðaburðar síns. Eins og það er orðað hjá yfirvöldum er ég þeim sammála, en málið er nú ekki svo einfalt.
Í fyrsta lagi eru höfuðslæður ekkert annað en trúartákn, og skilst mér að bannið nái yfir önnur trúartákn einnig, þ.á.m. krossa og gyðingastjörnur. Það að banna trúartákn í ríkisreknum háskólum er fyllilega í samræmi við aðskilnað trúarbragða frá stjórnmálum, fólki er heimilt að iðka trú sína í friði, en vera ekki að troða henni upp á aðra. Í öðru lagi eru höfuðslæður að margra mati tákn um þá kúgun og misrétti sem konur eru beittar víða í hinum íslamska heimi. Víða eru konur settar í virðingarstigann á svipaðan stað og geitur og teljast til eigna karlmanna. Ein leið manna til að flagga eignarrétti sínum yfir konum er að skylda þær til að klæðast á ákveðinn hátt og er slæðan hluti af þeim klæðnaði.
Með því að heimila slæðuburð er verið að heimila fólki að flagga og auglýsa trú sína og gefur mönnum auk þess byr undir báða vængi með að krefja konur sínar eða dætur til að bera slæður. Með þessu er einnig verið að leggja blessun yfir það að konur séu lægra settar en karlmenn.
Að mínu mati eru Tyrknesk stjórnvöld því búin að stíga eitt skref í áttina að íslömsku alræðisvaldi. Spurning hvenær herinn fer út í valdarán.
Höfuðslæðubanni í tyrkneskum háskólum aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já rétt hjá þér
adolf (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.