Að slá upp bull tölum í fjölmiðlum

Á hvaða tölum byggja þessar Skottur eiginlega, hvernig í ósköpunum fá þær út að laun kvenna séu 66% af launum karla?

Eru þær að horfa á óstrípaðan mun á heildarlaunum allra karla og allra kvenna? Ef svo er, þá vantar að taka inn í myndina þætti á borð við starfshlutfall, vinnuframlag, menntun, reynslu, starfsaldur, stöðu innan vinnustaðar o.fl. Það er semsagt mun marktækara að horfa á svokallaðan óútskýrðan launamun, en sem dæmi þá var frétt í mogganum fyrir um mánuði um að óútskýrður launamunur meðal viðskipta- og hagfræðinga væri 3,2%. Þá er einnig nýleg grein um óútskýrðan launamun innan Reykjavíkurborgar sem er um 5,1%.

Óútskýrður launamunur ætti auðvitað að vera enginn, en það tekur tíma að breyta því. Það stoðar aftur á móti ekkert að vera að kasta einhverjum bull tölum um 34% launamun í fjölmiðla án þess að tekið sé tillit til þátta sem skipta máli. Með sömu aðferð má segja að Kínverjar séu með hæstu heildarlaun í heimi (þar sem Kína er fjölmennasta þjóðin).


mbl.is Hvetja konur til að leggja niður vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

"Er það í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands sem sýna að konur voru með 66% af heildartekjum karla á síðasta ári."

Þær fá upplýsingarnar væntanlega þaðan!

Lesandi (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband