27.4.2010 | 15:53
Að trúa á skrímsli...
...er ekkert athugaverðara en að trúa á einhvern ósýnilegan gráhærðan kall sem bjó allan heiminn til í þeim eina tilgangi að því er virðist að grannskoða hátterni, og þá aðallega kynferðislegar athafnir, einnar dýrategundar (af milljónum) á einum af óteljandi milljörðum milljarða hnatta í alheiminum. Slík trú er meira að segja stjórnarskrárvarin í mörgum löndum, m.a. á Íslandi. Með sömu "rökum" og hægt er að færa fyrir tilvist Guðs, Allah, Jahve, Vishnu eða hvaða goðsagnavera sem er, þá er hægt að "rökstyðja" tilvist Nessie, þ.e. það hefur enginn náð að sanna að hún sé EKKI til. Að vísu ef menn hafa eitthvert vit á réttmæti röksemdafærslna, þá vita þeir að það eru ekki gild rök að segja að eitthvað hljóti að vera til fyrst enginn hafi náð að afsanna að það sé til. En látum það liggja milli hluta. Kannski er einhver óþekkt lífvera í Loch Ness vatni og kannski ekki, menn eru ekkert verri fyrir að trúa því, bara svo fremi sem þeir séu ekki að pranga trú sinni inn á aðra með hótunum og ofbeldi. En því miður viðgangast slík vinnubrögð víðs vegar um heiminn, jafnvel með stuðningi stjórnvalda. Slíka öfga ber að stöðva sem fyrst.
Trúði því að Nessie væri til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég virði skoðun þína og þetta er vel skrifað hjá þér. En það er alveg á hreinu að eitthvað var þarna í vatninu sem menn höfðu ekki séð áður. Gæti hafa verið tilraunir með kafbáta, ný tegund sjávardýrs eða það sem mér finnst líklegast- "fatlað" afkvæmi einhvers sjávardýrs. En það er nú bara gaman að svona þjóðsögum og finnst mér ekkert að því að trúa svona sögum svo lengi sem maður fer ekki með þær útí öfgar, eins og þú minnist á.
Kristján (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:12
Nessie er til!
pjakkurinn (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.