Bjánar

Hvaða veruleikafirring er í þessu liði? Halda þau virkilega að ef við segjum nei við öllum þessum störfum og segjum okkur úr NATO, sem by the way er varnarbandalag, að þá muni allir í heiminum fara að brosa og dansa undir regnboganum hönd í hönd með blóm í hárinu?

Nei, það gerist aldrei, og það er einföld ástæða fyrir því: Eðli mannsins. Maðurinn er grimm dýrategund þar sem alltof mikill fjöldi einstaklinga er um þau takmörkuðu gæði sem jörðin hefur upp á að bjóða, og það er í eðli mannsins að vilja ná sem flestum gæðum fyrir sig og sína, eða viðhalda þeim gæðum sem hann þegar hefur aflað sér. Þess vegna verða alltaf árekstrar milli einstaklinga, hópa eða heilla þjóða.

Við höfum hér tækifæri til að græða á þessu eðli mannsins (annars gerir það bara einhver annar) og við þurfum á peningunum að halda. Ef við eigum að hafna öllu sem hægt er að tengja á einhvern hátt við hernað, verðum við þá ekki að hætta að flytja út matvörur, vatn eða ál? Ég meina, hermenn borða mat og drekka vatn, og ál er notað í hergagnaframleiðslu. Eins væri hrikalegt að fá hingað gagnaver eða lyfjaiðnað, því gagnaver hýsa gögn sem hugsanlega geta nýst í hernaði og eins eru lyf notuð til að lækna hermenn líka, sem geta þá farið og drepið fleiri. Þá eru nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP skelfileg, því það framleiðir tölvuleiki sem "þjálfa" saklaust fólk upp í hernaði, jú og Össur framleiðir hjálpartæki sem nýst geta hermönnum...

Svona er endalaust hægt að ganga í vitleysunni. Kannski finnst hernaðarandstæðingum bara best ef við myndum öll bara búa í einhverri kommúnu uppi á hálendi, yrkja ljóð, éta mosa og tína blóm?


mbl.is Munu beita sér gegn viðhaldsstöð fyrir orrustuflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband