Íslamistar alltaf að eflast í Tyrklandi

Það er greinilegt að Tyrkland er að færast meir og meir aftur til miðalda með því að stoppa ekki af þessa háværu íslamista sem stefna að því að gera Tyrkland að enn einu sharía alræðisríkinu. Það er alveg ótrúlegt hversu mikil hræsni og frekja er fólgin í þessarri kröfu Tyrkja um að forsætisráðherra lýðræðisríkis, sem hefur frelsi fólksins að leiðarljósi, þurfi að biðjast afsökunar á því að einhverjir þegnar ríkisins hafi nýtt sér sitt tjáningarfrelsi. Hvernig væri að Tyrkir og önnur múslimaríki bæðust afsökunar á öllum þeim mannréttindabrotum sem eiga sér stað þar á hverjum einasta degi? Hvernig væri að vesturlandabúar þystu út á götur og brenndu fána Saudi Arabíu, Írans, Tyrklands og fleiri múslimaríkja og mótmæltu með því hvernig stjórnvöld þar fara með þegna sína, til dæmis með því að refsa þeim miskunarlaust fyrir að lifa ekki lífi sínu algerlega eftir einhverri sadískri skáldsögu sem skrifuð var af einhverjum geðsjúklingum fyrir hundruðum ára


mbl.is Segja Fogh biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hatursáróður er ólöglegur og þetta því rétt ákvörðun hjá forsætisráðherranum. Danir urðu því miður sekir um mikla öfga á sínum tíma með stuðningi sínum við þessar myndbirtingar.

Fjölmörg mótmæli fara reglulega fram á vesturlöndum þar sem mótmælt er lítilli virðingu fyrir mannréttindum í sumum múslímalöndum en það er allt annað mál.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þér ber siðferðisleg skylda til þess Muddur að fjarlægja þessa athugasemd "josep fritzel" nú þegar. Einnig væri rétt að tilkynna ip tölu hans til stjórnar bloggsins.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 00:48

3 identicon

Hilmar,

Hatursáróður er vissulega ólöglegur en hinsvegar er háðursgrín (parody) löglegt. Það er eitt að boða hatur gegn einhverjum og annað að gera grín af honum.

Þessar voru háðurslegt grín og í raun mjög fyndið grín, allavega hló ég að  nokkrum þeirra. Ef þú vilt banna þetta sem hatursáróður, þá finnst þér eflaust líka að sækja þurfi Sigmund til sakar fyrir meiðyrði enda hefur maðurinn nú teiknað hæðnislegar gamanmyndir af mörgum þjóðþekktum Íslendingum.

Dönsku blöðin voru ekki boða neinn hatursáróður, hvergi á myndunum var fólk hvatt til ofbeldis gegn múslimum, myndunum var heldur ekki ætlað að niðurlægja þá eða eyðileggja æru eða mannorð múslima heldur var þessum myndum ætlað til þess að vekja hlátur eða önnur svipuð viðbrögð hjá lesendum danskra dagblaða.

Lengi hafa menn hæðst að trúarbrögðum án þess að slíkt teljist hatursáróður, sem dæmi þá eru all nokkur hundruð ár síðan að Dante skrifaði Hinn Guðmdólega Gamanleik. Ég er að giska á það að ef þú hefðir verið samtíðarmaður Dante's þá hefðir þú eflaust viljað senda hann fyrir rannsóknarétt kaþólsku kirkjunnar.

Að lokum vitna í nokkra menn sem höfðu meiri trú á málfrelsinu en flestir:

Noam Chomsky - "If you believe in freedom of speech, you believe in freedom of speech for views you don't like. Goebbels was in favor of freedom of speech for views he liked. So was Stalin. If you're in favor of freedom of speech, that means you're in favor of freedom of speech precisely for views you despise."

Voltaire -  "We have a natural right to make use of our pens as of our tongue, at our peril, risk and hazard."

Voltaire - "I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it."

David Ben-Gurion - "The test of democracy is freedom of criticism."

John Stuart Mill -  "The peculiar evil of silencing the expression of an opinion is, that it is robbing the human race; posterity as well as the existing generation; those who dissent from the opinion, still more than those who hold it.  If the opinion is right, they are deprived of the opportunity of exchanging error for truth:  if wrong, they lose, what is almost as great a benefit, the clearer perception and livelier impression of truth, produced by its collision with error. "

Benjamin Franklin -  "Any society that would give up a little liberty to gain a little security will deserve neither and lose both."

Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Muddur

Samfélag vesturlandabúa byggist á frelsi einstaklinga til að hafa skoðanir og tjá þær. Ef aldrei má gera neitt sem einhver gæti talið sig móðgast af, þá myndi ekkert vera gert. Til dæmis finnst mér ýmislegt það sem spilað er í útvörpum vera rusl og móðgun við hugtakið tónlist. Hef ég rétt á að láta yfirmann útvarpsstöðvanna eða jafnvel höfunda ruslsins biðja mig afsökunar??? Eehh... nei. Hvenær hefur til dæmis konungur Saudi Arabíu eða forseti Tyrklands eða Írans beðist afsökunar á heiðursmorðum, hryðjuverkum og líflátsdómum yfir fórnarlömbum nauðgana??? ALDREI, og þeir munu aldrei nokkurn tímann gera það, vegna þess að íslamistar eru hræsnarar og siðblindir frekjuhundar upp til hópa (ATH: ég er ekki að tala um alla múslima, heldur íslamista, sem eru sá hópur múslima sem boðar Sharía lög og vill fella allt undir þau). Það á ALDREI að verða við kröfum íslamista, því fyrir hvern litla fingur sem við réttum þeim heimta þeir heilan handlegg. Ef einhver birtir mynd í blaði sem fer fyrir brjóstið á mér, þá hef ég samband við einhvern yfirmann á blaðinu og kem á framfæri minni kvörtun og þeim mun fleiri kvartanir sem berast, þeim mun meiri líkur eru á að myndbirtingin verði afsökuð af hálfu blaðsins. Forsætisráðherra eða einhverjir aðrir ráðamenn eiga ekki að skipta sér af slíku.

Muddur, 6.4.2009 kl. 11:52

5 Smámynd: Muddur

En já, þó ég sé að predika tjáningarfrelsi hér, þá eru vissulega á því takmörk. Þegar einhver snýr hræðilegum glæp upp í eitthvað grín, eins og sá sem kommentaði hér undir nafninu Josep Fritzel gerði, finnst mér farið yfir þau mörk. Þess vegna eyddi ég þeirri athugasemd. En ef einhver ætlar að kalla mig hræsnara fyrir að eyða athugasemd á meðan ég fordæmi ekki þá sem birta skrípamyndir í blaði, þá fer auðvitað allt eftir aðstæðum. Ef einhver tæki sig til og birti skrípamynd af dóttur Josep Fritzl sem sýndi hana í niðurlægjandi ljósi, þá tek ég undir að teiknarinn ætti að skammast sín. En þegar einhver gerir grín að opinberri og umdeildri sögupersónu sem þar að auki hefur verið látin í hundruð ára, þá get ég ekki séð að einhver hafi rétt á að telja sig svo sármóðgaðan að ráðamaður þess ríkis sem teiknarinn sé frá þurfi að biðjast afsökunar.

Muddur, 6.4.2009 kl. 12:14

6 Smámynd: Muddur

Og að tala um að myndbirtingarnar hafi veirð hatursáróður, þá er það ekki alls kostar rétt. Því þessar teikningar áttu m.a. að sýna þá ímynd sem múslimar sjálfir hefðu búið til af Múhameð. Svo ég nefni nú þá umdeildustu af þessum teikningum, sem er Múhameð með sprengju í vefjarhötti sínum, þá átti sú mynd að skopstæla þá áráttu íslamskra hryðjuverkamanna að nota Múhameð og íslam sem afsökun fyrir voðaverkum sínum. Það var ekki verið að segja með þessarri mynd að Múhameð hafi verið hryðjuverkamaður, heldur að íslamistar séu sjálfir að gera Múhameð að hryðjuverkamanni.

Ef einhver hrópar að allir múslimar séu hryðjuverkamenn, þá er það hatursáróður. En ef einhver segir að hluti múslima séu hryðjuverkamenn og noti trú sína sem stoð fyrir hryðjuverkum, þá er það ekki hatursáróður heldur hrein og bein staðreynd.

Muddur, 6.4.2009 kl. 12:20

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hafsteinn. Á myndunum var m.a. ósiðleg mynd af Múhammeð spámanni sem bannað er að teikna skv. Íslam, múslímar voru sýndir sem hryðjuverkamenn og kvenhatarar. Það fellur undir lög um hatursáróður. Svo hljóða Íslensku lögin sem eru svipuð í öðrum lýðræðisríkjum.

[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)

Muddur. Málfrelsi er mikilvægur þáttur í menningu vestrænna þjóða en er þó ekki án ábyrgðar eins og ég vísa í hér að ofan. Lögin eru sett til þess að vernda minnihlutahópa fyrir hatri, árásum, einelti og öðru slíku. Múslímar reyndu að fá teiknarana dæmda fyrir hatursáróður en Dönsk stjórnvöld tóku þá furðulegu afstöðu að standa með þeim sem gerðu níðið og skiljanlega olli það reiði múslíma.

Ég þakka þér þó fyrir að hafa fjarlægt þessa ósmekklegu athugasemd sem var hér birt. Þarna sérðu að málfrelsið getur aldrei verið ótakmarkað og nauðsynlegt er að sitja mörkin einhversstaðar. Hræsnari ertu þó ekki fyrir að hafa fjarlægt viðbjóðinn.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 20:25

8 identicon

Hilmar,

Ég veit fullvel sem laganemi hvernig 223. gr. almennra hegningarlaga hljómar.

Hinsvegar get ég sagt þér það að ég stend við fyrri orð mín þess efnis að þetta myndi aldrei vera skilgreint sem hatursáróður, ekki nema Hæstiréttur tæki allt í einu upp á því að hefja að túlka refsilöggjöf með "dýnamískum" hætti.

Meginregla refsiréttar á Íslandi er sú að refsiákvæði skuli ávallt túlka þröngt og á þessi regla sér stoð í ákvæðui 1. mgr. 69. gr. stjskr. en það er svo hljóðandi:

 "Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað"

Í öðrum orðum þá er reglan svona: Allan vafa skal túlka sakborningi í hag.

Umdeildar myndir Jyllandsposten voru ekki talin falla undir danska refsilöggjöf og myndu því eflaust ekki falla undir íslenska, enda lagatúlkun hér mjög svipuð og í Dannmörku af skiljanlegum ástæðum.

Auk þess ber að nefna að þessar myndir eru umdeildar, sumir vilja halda því fram að þetta séu skopmyndir en aðrir (eins og t.d. þú) vilja halda því fram að þetta sé hatursáróður. Í raun er þetta ekkert annað en smekksatriði. Sambærilegt dæmi væri t.d. Davíðsstyttan í Flórens en sumir álíta hana einmitt vera klám, enda er þetta stytta af nöktum manni, aðrir álíta þetta hinsvegar ómetanlegt listaverk.

Vegna þess að það er ekkert annað en smekksatriði hvort umræddar teikningar eru skopmyndir eða hatursáróður þá hefur myndast vafi um það hvort þær myndu falla undir ákvæði 233. gr. alm. hgl. og vegna þess að vafi hefur myndast þá ber dómstólum að sýkna enda væri það gróft brot á grunnstoðum réttaríkisins að túlka vafa sakborningi í óhag.

Því segji ég eins og vitur lagaprófessor sagði eitt sinn:

Það að þú viljir að lögin segji eða þýði eitthvað er ekki hið sama og að þau raunverulega segji eða þýði eitthvað.

Í raun var ástæðan fyrir mistökum þínum einföld og auðskiljanleg, þú hefur eflaust aldrei lært lögskýringarfræði og því er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir þig að túlka lagaákvæði á lögfræðilega réttan hátt, hvað þá sérstaklega ef vafi er um það hvort atvik falli undir ákvæðið eða ekki.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:04

9 Smámynd: Muddur

Ég er alveg sammála Hafsteini í þessu máli; íþyngjandi lagaákvæði á borð við hegningarlög ber að túlka þröngt, sem leiðir af sér að túlka beri orðalag þeirra þröngt og þar með er gerð ríkari krafa til ákæruvalds um að sýna fram á að tiltekin háttsemi geti talist falla undir þrönga skilgreiningu ákvæðisins.

Ég vil auk þess minnast á hugtakið "aðstöðumun" í þessu sambandi, þ.e. ef gerandi er áhrifamikill og sterkur á meðan fórnarlambið er veikara fyrir af einhverjum ástæðum, er mun líklegra að hægt sé að fella hátternið undir þessa lagagrein. En ef gerandinn er aftur á móti veikari aðilinn í þessu sambandi, þá eru þeim mun minni líkur á að umrædd lagagrein eigi við. Ef til dæmis útigangsmaður á Austurvelli hrópar að allir Alþingismenn séu hommar og lesbíur, eða eitthvað álíka, þá hlýtur hann að teljast fremur veikur aðili í þessu sambandi og þar með minni líkur á að fullyrðingar hans fái nokkra útbreiðslu eða hljómgrunn meðal annarra og geti þannig skaðað einhvern Alþingismannana. Ef hins vegar forseti Íslands myndi viðhafa sömu orð á almannafæri eða í fjölmiðlum, þá horfði málið allt öðruvísi við, þar sem aðstöðumunur hans og þingmannana er mun minni en milli rónans og þingmannana. Þegar fórnarlambið hins vegar samanstendur af hópi hundruða milljóna manna, þá hlýtur að þurfa verulega sterkan geranda til að gera aðstöðumuninn það lítinn að líta megi á hátterni gerandans sem brot á þessari grein. Ef til dæmis forsætisráðherra Danmerkur hefði hrópað á fundi Sameinuðu Þjóðanna að múslimar væru hryðjuverkamenn, þá væri slík háttsemi klárt brot á slíkri reglu sem 233. gr. hegningarlaga, þar sem hér væri um að ræða opinbera og virta persónu sem nyti stuðnings margra manna og væri þarna að rægja hóp manna á mjög opinberum vettvangi, enda ætti honum að vera ljóst að ummæli hans myndu dreifast víða. En hins vegar ef eitthvert lítið blað með mjög takmarkaða útbreiðslu innan eigin lands birtir myndir sem hópur hundruð milljóna manna getur talið móðgandi vegna eigin skilgreininga á eigin reglum í sínu eigin landi, þá get ég ekki annað séð en að aðstöðumunurinn er orðinn það verulegur að slík myndbirting geti ekki talist brot á lagagreininni. Í versta falli ætti teiknarinn, eða ritsjóri blaðsins að biðjast afsökunar á því að hafa farið ógætilega með viðkvæmt mál. Þarna eiga ráðamenn landsins hvergi að koma nærri, þar sem blaðið er útgefið af sjálfstætt reknu fyrirtæki sem er í eigu frjálsra þegna landsins.Svo við víkjum nú nánar að þessarri blessaðri myndbirtingu.Að teikna mynd af Múhameð spámanni er bannað samkvæmt íslam, og er það bann byggt á ákveðnum reglum sem þróast hafa innan íslam, án þess beinlínis að eiga sér stoð í Kóraninum. Sömuleiðis er í raun bannað að teikna myndir eða búa til styttur eða einhverskonar eftirmyndir af nokkurri manneskju samkvæmt sömu reglum, enda átti slíkt bann að koma í veg fyrir að menn færu út í einhverskonar skurðgoðadýrkun í stað þess að tilbiðja Allah. Þessar reglur eru kannski lögfestar í múslimaríkjum, en eiga sér enga lagastoð í lögum vesturlanda eins og Danmörku. Í Danmörku er hinsvegar bannað að grýta konur til dauða fyrir að vera nauðgað og geta ekki bent á 7 karlmenn sem vitni, en ekki í Saudi Arabíu. Ekki er ólöglegt fyrir fólk í Danmörku að stunda kynlíf utan hjónabands, en við því getur legið dauðarefsing í Íran. Ekki er leyfilegt að gifta fólk nauðugt og beinlínis selja það fyrir peninga eða geitur í Danmörku, en slíkt þykir meira en sjálfsagt í mörgum múslimasamfélögum. Auk þess hafa mörg múslimaríki engan áhuga á að virða alþjóðlega sáttmála um mannréttindi.

Því vil ég spyrja, fyrst þessi ríki virða ekki okkar siði og lög í sínu landi, af hverju eigum við að láta þeirra lög ráða gerðum okkar??? Af hverju eigum við að biðjast afsökunar á að brjóta gegn þeirra siðum og reglum í okkar landi þegar þeir hafa engan áhuga á að biðjast afsökunar á því að brjóta okkar siði og reglur í sínu landi???

Muddur, 7.4.2009 kl. 01:00

10 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

33. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)

Áfram heldurðu að misnota þessa löggjöf sem þarf að fjarlægja Hilmar .

 En þá er spurning hvort það sé ekki hægt að kæra þig Hilmar fyrir hatur gagnvart Íslendingum og hvítum evrópubúum 

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.4.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband